Hnefaleikar sáust á RUV 2 í kvöld. Takk.

Á Íslandi eru leyfðir Ólympískir hnefaleikar, en síðuskrifari hafði verið farinn að efast að nokkuð yrði sýnt af þeim á RÚV. 

Í kvðld brá hins vegar svo við sýnt var frá nokkrum úrslitabardögum um Ólympíugull. 

Þess má geta að nokkrir af frægustu hnefaleikurum fyrri tíðar hafa hömpuðu gullinu á Ólympíuleikunum á sínum tíma svo sem Ali, Frazier, Foreman og Lennox Louis, áður en þeir gerðust atvinnumenn. 

Í kvöld var einn vinningshafanna kúbumaður, en þess má geta, að í tímibili á ferli Alis var mjög um það rætt og deilt, hvort Kúbumaðurinn Theofilio Stevenson var jafnvel það góður sem toppmaður í áhugamannahnefaleikunum, að hann gæti sigrað Ali, ef yrðu latnir berjast um það. 

Eftir að hafa skoðað nokkra að áhugamannabardögum Kúbverjans sýnist hæpið, að Ali hefði tapað slíkum bardaga. Norðurlandabúar hömpuðu því mjðg þegar Svíinn Ingemar Johansson varð heimsmeistari í eitt ár, 1959 til 1960, og eitthvað rámar mann í að Norðmaður að nafni Óskar hefð komist í fremstu röð á Ólympíuleikum á millstríðaárunum.    


mbl.is Ný stjarna fædd á Ólympíuleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var stríðsgróðinn of dýru verði keyptur?

Svonefndur stríðsgróði á styrjaldarárunum 1940-1945 hefur oft verið nefndur mesti búhnykkur í efnahagssögu Íslands. 

En rökin fyrir þeim orðum eru hæpin og sýna afar yfirborðslegt mat, því að ekki er aðeins hægt að tala um að hvert mannslíf sem Íslendingar misstu af völdum stríðsins sé stórlega vanreiknað í slíkri umfjöllun, heldur heldur vanti inn í slíkan reikning mat á þjáningum og tilfinningalegum atriðum, sem er meiri en svo að hægt sé að nota ískalt mat. 

Miðað við íbúafjðlda Íslands og Bandaríkjanna var manntjón þessara tveggja þjóða ekki langt frá því að vera svipað. 


mbl.is Í hættu á hverju einasta augnabliki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duplantis á stalli með Birni Borg, Ingemar Stenmark og ABBA.

Nýjasta stórstirni Svía heitir Armand Gustav Duplantis eftir að hann gulltryggði einstæða snilld sína með því að setja enn eitt heimsmetið í stangarstökki í kvöld. 

Með þessu stimplaði hann sig inn sem stórstirni Svía frá fyrri tíð. 

Sentimetrarnir segja sína sögu þegar horft er á að þessi afreksmaður setji hvað eftir þann standard að stökkva allt að hálfum metra hærra á íþróttamótum en næstu keppinautarnir. 

Stangarstökk er sérstaklega flókin og vandasöm tæknigrein, sem unun er að horfa á og kynna sér. 


mbl.is Tvö heimsmet slegin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálst að valsa með málvenjur að vild? Er í lagi að eiga heima á Reykjavík?

Í kvöld mátti heyra málnotkun í útvarpi, sem vekur spurningu um það hve mikið frjálsræði sé æskilegt í tali um staði og svæði. Þar togast oft á annars vegar fastar málvenjur heimamanna eða þeirra vilja hafa þær í hávegum og hins vegar þeirra, sem hneigjast að því að hver geti haft þær að vild sinni. 

Á að binda ákveðna notkun eða ekki?

Tilefnið úr útvarpsfréttum frá í kvðld fólst í því að veðurfræðingur talaði um "veðrið í Breiðafirðinum". 

Svona málnotkun hefur farið í vöxt þá talað um veðrið "á Austfjörðunu" og "Vestfjörðunum". Aðeins tveir til þrír veðurfræðingar hafa stundað svona tal þvert ofan í almenna málvenju, en hika ekki við að keyra þetta fram í krafti aðstöðu sinnar til að stunda málleysur af ýmsu tagi. 

Næsta skref gæti orðið að í tali um aðra staði eða svæði fari að skjóta upp kollinum setningar eins og "gott veður á Selfossinum" eða "hvasst í Hveragerðinu." 

 


mbl.is Eru gleymd orð framtíð íslenskunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örn Clausen var í 2-3 sæti á heimslistanum í tugþraut 1949, 1950 og 1951.

Hluti af spjalli um íslenska tugþraut í Ólympíukvöldi Sjónvarpsins í kvöld fór í vangaveltur um íslensku tugþrautina fyrr og nú. 

Þessi stutta umræða í þættinum snerist í kringum Jón Arnar Magnússon sem miðjuna í þessari íþróttagrein en nafn Arnar Clausen var ekki nefnt. 

Víst er Jón Arnar alls góðs maklegur og komst á inn á alþjóðlegan afrekalista ínn í topp tiu í greininni. 

En þetta afrek hans bliknar þó í samanburðinum við afrek brautryðjandans, Arnar Clausen, að vera í 2-3 sæti á listanum þrjú ár í röð. 1949, 1950 og 1951.   

Örn var þarna að keppa við enga aukvisa. Efsti maðurinn á listanum, Bob Mathias, var meðal skærustu stjarnanna á Ólympíuleikunum 1948 og 1952 og setti sérstakan blæ á tugþrautina almennt í frjálsum íþróttum. Nafn hans og Fanny Blankers-Koen voru heimþekkt á við nöfn frægustu kvikmyndastjarna.  

Í einangrun Íslands lengst norður í höfum, var það lýsandi fyrir þær aðstæður, sem íslenskir afreksmenn urðu að glíma við, að Örn keppti aðeins þrisvar í tugþraut, einu sinni hvert ár, 1949, 1950 og 1951.    


mbl.is Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband