13.8.2024 | 21:02
Í fremstu röð merkisbera hróöurs Íslands.
Laufey Lín Jónsdóttir hefur á undraverðum hraða brunað fram í röð fremstu kyndilbera íslenskrar menningar, og síðuskrifari hefur bæst í hóp heimsþekktra frömuða, sem mæra hana án afláts.
Eftir Grammyverðlaunin hér á dögunum var Óli Palli með um klukkustundar þátt um Laufeyju og hefði síðuskrifari ekki viljað missa af mínútu.
Örþjóð eins og við Íslendingar getum verið stolt af því að eiga bæði Bjðrk og Laufey auk fleiri, sem eru að bætast í frækna framlínu þess afburða fólks, sem skín svo skært um þessar mundir.
Laufey tilnefnd til VMA-verðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2024 | 17:37
Dró einn maður heilt landslið til úrslitaleiks um gullið?
Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Í handbolta ráðast úrslitin á liðsheildinni.
Markmaðurinn er stundum jafn mikilvægur og allir aðrir í liðinu til saman.
Jú, í framangreindum texta eru tiltekin nokkur af helstu atriðunum í viðurkenndu mati á hópíþróttum á borð við boltaíþróttir.
Eftir leik Þjóðverja og Spánverja í dag blasir þó við sú staðreynd að Andreas Woolff markvörður Þjóðverja varði 22 skot í leiknum, þar af tvö víti.
Hafi einhver einn maður dregið heilt landslið í handbolta með sér alla hina löngu og ströngu leið gegnum undankeppni og millikeppni upp á verðlaunapall í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í þetta sinn þarf aðeins að nefna eitt mannsnafn til að vega þyngst í matinu þetta sinn.
Alfreð og Þjóðverjar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2024 | 00:30
Hnefaleikar sáust á RUV 2 í kvöld. Takk.
Á Íslandi eru leyfðir Ólympískir hnefaleikar, en síðuskrifari hafði verið farinn að efast að nokkuð yrði sýnt af þeim á RÚV.
Í kvðld brá hins vegar svo við sýnt var frá nokkrum úrslitabardögum um Ólympíugull.
Þess má geta að nokkrir af frægustu hnefaleikurum fyrri tíðar hafa hömpuðu gullinu á Ólympíuleikunum á sínum tíma svo sem Ali, Frazier, Foreman og Lennox Louis, áður en þeir gerðust atvinnumenn.
Í kvöld var einn vinningshafanna kúbumaður, en þess má geta, að í tímibili á ferli Alis var mjög um það rætt og deilt, hvort Kúbumaðurinn Theofilio Stevenson var jafnvel það góður sem toppmaður í áhugamannahnefaleikunum, að hann gæti sigrað Ali, ef yrðu latnir berjast um það.
Eftir að hafa skoðað nokkra að áhugamannabardögum Kúbverjans sýnist hæpið, að Ali hefði tapað slíkum bardaga. Norðurlandabúar hömpuðu því mjðg þegar Svíinn Ingemar Johansson varð heimsmeistari í eitt ár, 1959 til 1960, og eitthvað rámar mann í að Norðmaður að nafni Óskar hefð komist í fremstu röð á Ólympíuleikum á millstríðaárunum.
Ný stjarna fædd á Ólympíuleikunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2024 | 22:28
Var stríðsgróðinn of dýru verði keyptur?
Svonefndur stríðsgróði á styrjaldarárunum 1940-1945 hefur oft verið nefndur mesti búhnykkur í efnahagssögu Íslands.
En rökin fyrir þeim orðum eru hæpin og sýna afar yfirborðslegt mat, því að ekki er aðeins hægt að tala um að hvert mannslíf sem Íslendingar misstu af völdum stríðsins sé stórlega vanreiknað í slíkri umfjöllun, heldur heldur vanti inn í slíkan reikning mat á þjáningum og tilfinningalegum atriðum, sem er meiri en svo að hægt sé að nota ískalt mat.
Miðað við íbúafjðlda Íslands og Bandaríkjanna var manntjón þessara tveggja þjóða ekki langt frá því að vera svipað.
Í hættu á hverju einasta augnabliki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2024 | 23:20
Duplantis á stalli með Birni Borg, Ingemar Stenmark og ABBA.
Nýjasta stórstirni Svía heitir Armand Gustav Duplantis eftir að hann gulltryggði einstæða snilld sína með því að setja enn eitt heimsmetið í stangarstökki í kvöld.
Með þessu stimplaði hann sig inn sem stórstirni Svía frá fyrri tíð.
Sentimetrarnir segja sína sögu þegar horft er á að þessi afreksmaður setji hvað eftir þann standard að stökkva allt að hálfum metra hærra á íþróttamótum en næstu keppinautarnir.
Stangarstökk er sérstaklega flókin og vandasöm tæknigrein, sem unun er að horfa á og kynna sér.
Tvö heimsmet slegin í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöld mátti heyra málnotkun í útvarpi, sem vekur spurningu um það hve mikið frjálsræði sé æskilegt í tali um staði og svæði. Þar togast oft á annars vegar fastar málvenjur heimamanna eða þeirra vilja hafa þær í hávegum og hins vegar þeirra, sem hneigjast að því að hver geti haft þær að vild sinni.
Á að binda ákveðna notkun eða ekki?
Tilefnið úr útvarpsfréttum frá í kvðld fólst í því að veðurfræðingur talaði um "veðrið í Breiðafirðinum".
Svona málnotkun hefur farið í vöxt þá talað um veðrið "á Austfjörðunu" og "Vestfjörðunum". Aðeins tveir til þrír veðurfræðingar hafa stundað svona tal þvert ofan í almenna málvenju, en hika ekki við að keyra þetta fram í krafti aðstöðu sinnar til að stunda málleysur af ýmsu tagi.
Næsta skref gæti orðið að í tali um aðra staði eða svæði fari að skjóta upp kollinum setningar eins og "gott veður á Selfossinum" eða "hvasst í Hveragerðinu."
Eru gleymd orð framtíð íslenskunnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hluti af spjalli um íslenska tugþraut í Ólympíukvöldi Sjónvarpsins í kvöld fór í vangaveltur um íslensku tugþrautina fyrr og nú.
Þessi stutta umræða í þættinum snerist í kringum Jón Arnar Magnússon sem miðjuna í þessari íþróttagrein en nafn Arnar Clausen var ekki nefnt.
Víst er Jón Arnar alls góðs maklegur og komst á inn á alþjóðlegan afrekalista ínn í topp tiu í greininni.
En þetta afrek hans bliknar þó í samanburðinum við afrek brautryðjandans, Arnar Clausen, að vera í 2-3 sæti á listanum þrjú ár í röð. 1949, 1950 og 1951.
Örn var þarna að keppa við enga aukvisa. Efsti maðurinn á listanum, Bob Mathias, var meðal skærustu stjarnanna á Ólympíuleikunum 1948 og 1952 og setti sérstakan blæ á tugþrautina almennt í frjálsum íþróttum. Nafn hans og Fanny Blankers-Koen voru heimþekkt á við nöfn frægustu kvikmyndastjarna.
Í einangrun Íslands lengst norður í höfum, var það lýsandi fyrir þær aðstæður, sem íslenskir afreksmenn urðu að glíma við, að Örn keppti aðeins þrisvar í tugþraut, einu sinni hvert ár, 1949, 1950 og 1951.
Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.8.2024 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2024 | 23:22
Styrking vegamannvirkja á láglendi álitlegri kostur en Fjallabaksleið?
Fyrir löngu hefur verið kominn tími á að styrkja Þjóðveg eitt yfir Mýrdalssand á svipaðan hátt og gert hefur verið við leiðina yfir Skeiðarársand.
Beinast liggur við að lagfæra árfarvegi og finna góð stæði fyrir stæðilegar brýr í ætt við brúargerð sem lokið hefur verið við á Skeiðarársandi.
Fjallabaksleið með bundnu slitlagi er hálendisvegur með þeim ókostum og deiluefnum sem fylgja stórkarlalegum framkvæmdum í friðlandi og er líklega síðri kostur en vandaður heilsársvegur á láglendi.
Segir bændur í Álftaveri vilja varnargarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2024 | 17:23
Gleymd tímamótabylting varð í "Ólympíukvöldunum" 1972.
Fyrir tíma beinna útsendinga frá stærstu íþróttamótum heims yfir þveran hnöttinn til Íslands þýddi það ákveðna einangrun fyrir okkur.
1966 var íslenskt sjónvarp einfaldlega ekki komið á laggirnar, og 1968 fóru Ólympíuleikarnir fram í Mexíkó og leið allur fréttaflutningur í sjónvarpi til Íslands fyrir það.
1972 stóð betur á.
Leikarnir fóru fram í Munchen og þaðan voru tíðar flugferðir til Kaupmannahafnar og einnig hagstæðar flugsamgöngur frá Höfn til og frá Íslandi.
Með því að nýta sér alla möguleikana sem opnuðust fyrir þetta tókst að setja upp kerfi, þar sem Danir sáu um að taka upp efni fyrir Íslendinga, og leyfa okkur að nýta aðstöðuna hjá DR til þess að vinna úr þessu að næturþeli, þeysa með spólurnar út á Kastrup og sýna efnið fullunnið heima.
Litla RÚV hafði aðeins efni á að senda þrjá starfsmenn til að leysa þetta dæmi.
Oft stóð tæpt að klára samsetningu efnisins í tæka tíð og missa ekki af morgunvélinni.
Útkoman varð útsendingarbylting sem var svo stórt risaskref að á Ólympíuleikunum eftir tilkomu gervihnatta virtist byltingin hafa orðið þá.
Raunar var það ófyrirséður stórviðburður á leikunum, sem gerði þetta mögulegt, þegar í ljós kom, að Íslendingarnir þrír, sem sendir voru í verkið, gátu ekki unnið við það dag og nótt sleitulaust á meðan á leikunum stóð.
Nú er liðin meira en hálf öld frá leikunum með Olgu Korbut, Lasse Viren OG Dave Wottle.
Þetta hefur viljað gleymast með tímanum.
Ólíkur þjóðarkarakter Dana og Íslendinga speglaðist í lausn þessa verks.
Fljótlega kom í ljós ófyrirséður þröskuldur, sem fólst í því að komast inn í skrifræðið hjá DR við að fá ýmsa fyrirgreiðslu.
En þá kom óvænt atriði til hjálpar. Til að mýkja Danina gat oft riðið baggamuninn að gauka að þeim öli, en til allrar óhamingju beit þetta mál fljótlega í skottið á sér, því að í fjárveitingum til okkar var ekki gert ráð fyrir þessum vaxandi útgjðldum.
Yfirmennirnir heima sáu engin ráð fyrr en Pálína Oddsdóttir starfsmaður á aðalskrifstofu upplýsti okkur í trúnaði að hún sæi leið til að bjarga þessu, án þess að frekari vandræði yrðu.
Við urðum eitt spurningamerki, en hún upplýsti ekki frekar um það.
En það reyndist vera hún sem átti að lokum stærstan þátt í tilurð nútímalegra útsendinga frá Ólympíuleika á Íslandi!
Raunar gilti um margt annað sem þurfti lagni til að leysa úr hjá aðalskrifstofu Sjónvarpsins.
Þórir: Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2024 | 22:12
Tveir óstöðvandi ræðumenn gerðu atlögu að hápunktinum í París.
Í sögu Ólympíuleikanna eru varðveitt afar sterk augnablík af því þegar Ólympíueldinum er í lokin fyrir á toppi súlu, sem tákn um að leikarnir séu settir. Dæmi um þetta var augnablikið þegar Muhammed Ali fékk þetta verkefni.
Í kvöld vildi svo til að líklega var um að ræða flottasta tendrun eldsins og í ofanálag dásamlegur flutningur Celine Dion á snilldarverki Edit Piaf.
En því miður gerðist það versta, sem gat gerst, að tveir ræðumenn jusu fyrst úr skálum langhunda ræðublaðurs þar sem þeir fóru aftur og aftur með sömu tugguna þegar hægt hefði verið stroka út megnið að þessu blaðri.
Dagskrá sjónvarpsins var greinilega fyrirfram áætluð á þann veg, að hún hefði verið lokin á útsendingunni fyrir níu fréttirnar, en kjaftaskjóðurnar tvær urðu hins vegar með blaðri sínu til þess að rústa þessu.
Aö vísu var það að visu nefnt að lokaathöfnin yrði sýnd beint á RUV tvö, en skaðinn af völdum frekjublaðraranna var skeður.
Nú er bara að vona RUV reyni að bjarga þessu í horn með því að endursýna lok setningarathafnarinnar og helst að stroka blaðrarana alveg út úr henni.
Vésteinn ekki í íslenska bátnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)