20.12.2024 | 23:05
Aðventa - "þegar flensan er að færa menn í bólin..."...
Ofangreindar ljóðlínur má finna í laginu "...þá eru´að koma jól" sem innifelur meðal annars upptalningu á á helstu fyrirbrigðunum, sem einkenna stærstu hátíð kristinna manna.
Árum saman hefur síðuskrifari sloppið alveg lygilega vel við umgangspestirnar, sem einkenna hátíðirnar, en í ár hefur brugðið svo við, að báðir íbúarnir hafa legið að mestu rúmfastir í tvær vikur.
Nú sýnist loksins hilla undir bata, og er tækifærið notað til biðjast afsökunar á á þessu og senda óskir og vonir um gleðileg jól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frá upphafi Framsóknar 1916 hafa oft verið öflugir málafylgjumenn innan raða flokksins. Færð hafa verið rök að því að Jónas Jónsson frá Hriflu hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður 20. aldarinnar.
Þótt hann væri formaður Framsóknarflokksins allt til 1944 var hann aldrei ráðherra eftir 1930.
Það er ekki frágangssök þótt kandidatar til valda í flokkum séu utan þings eitt dæmi var þegar Þorsteinn Pálsson var ekki ráðherra og staðið var í vandræðum undir heitinu "stól handa Steina".
Lilja Alfreðdóttir er varaformaður flokksins og Villum og Ásmundur Einar hafa staðið sig vel í ráðherraembættum.
,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2024 | 22:28
"Við viljum allt! ALLT!! ALLT!!"
þróun umræðna xex þingmanna í Silfrinu í kvöld fór í lokin að minna á eftirminnilegt viðtal við íbúa á einu þorpi úti á landi fyrir nokkrum áratugum sem endaði í hratt fjölgandi upphrópunum á orðinu ALLT um nauðsynjamál byggðarmálanna. Í lokin var þetta orðið að röð af öskrum.
Í Silfrinu voru þetta að vísu ekki orðin jafn mörg og stór hróp um verkefni kokamandi verkum nýrrar ríkisstjornar og þjóðþrifamálin í heimahögum, en gamlar minningar kviknuðu.
#53. - Þorgerður Katrín: Ekki eins flókið og sýnist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)