Færsluflokkur: Bloggar

Þegar til fullt af svona byltingarfarartækjum; rafknúnum léttbifhjólum.

Augljóst er af myndum og frásögnum af rafknúnu léttbifhjóli Husquarna, að þetta farartæki fellur alls ekki undir skilgreininguna rafhlaupahjól. 1275210

Skiljanlegt er að misskilningur komi upp um þessi mál, sem eru svo ný af nálinni hér á landi. 

Þetta komandi Husquarna farartæki er með sæti fyrir tvo og er afar svipað og tugir stórgóðra rafkúinna léttbifhjóla, sem eru á boðstólum um allan heim, meðal annars hér á landi. 

Kínverska hjólið Niu er þar framarlega í flokki og einnig Gogoro frá Tævan. Myndin er af einu slíku við einn af 757 rafhlöðu útskiptikössum í Tæpei, höfuðborg Tævans. Hámarkshraði þess er 80 km/klst. Útskipti Gogoro

Flest þessara hjóla miðast við 45 km hámarksrhaða og hafa sæti fyrir tvo eins og Husquarna hjólið auk möguleika á farangurskassa að aftan og farangurspoka á stýri. 

Lykilatriðið í hreinni hjólabyltingu á þessu sviði er að rafhlöðurnar eru útskiptanlegar. 

En mörg eru líka í flokki fyrir ofan með 55, 60, 70, 80 og 90 km hraða. 

Nýjasta Super Socohjólið CPx er æðislegt hjól með 90 km hámarkshraða. Léttfeti við Gullfoss

Hér á landi hafa verið seld hjólin Super Soco LUx og Yadea Enox, og hér á síðunni hefur hið fyrrnefnda verið tekið til kostanna í ferðum allt upp í Borgarfjörð og um Gullna hringinn með drægni allt að 132 kílómetra.

Myndin er af slíku hjóli í þeirri ferð, tekin við Gullfoss.   

Mikið verk er óunnið í að kynna möguleika þesara hjóla eins og sést á þeim misskilningi að hjól af þessu tagi séu rafhlaupahjól. 

Þau hjól af sömu stærð og komandi Husquarna rafhjól, sem þegar eru komin í notkun hér á landi, eru skoðuð, skráð og tryggð í sömu flokkum léttra bifhjóla og bensínknúin hjól með 50 cc eða 125 cc bensínhreyflum.  

Það er gert vegna þess að farartæki, sem tekur tvo í sæti auk farangurs er langt frá því að vera rafhlaupahjól. 


mbl.is Rafhlaupahjól Husqvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar: Aldrei aftur 22. júní 1941.

Fyrir réttum 80 árum stóð yfir styrjöld milli Þjóðverja og Breta og voru Þjóðverjar enn að ráðast á breskar borgir og á fullu í hernaðarátökum við Breta á Balkanskaga og í Norður-Afríku. 

Að vísu voru Þjóðverjar að koma sér fyrir í Ungverjalandi, Rúertmeníu og Búlgaríu, en það var ekkert óeðlilegra en þegar Sovétmenn brutu Finna til hlýðni í vetrarstríðinu 1939-40 og innlimuðu Eystrasaltslöndin í júní 1940 í samræmi við griðasáttmála Molotovs og Ribbentrops 23. ágúst 1939.  

Stalín hélt þá og sagði frá því síðar, að hann hefði talið það bersýnilegt að Hitler ætlaði sér að knýja Breta fyrst til friðarsamninga á árinu 1941 og gæti ekki verið svo heimskur að svo mikið sem að íhuga innrás í Sovétríkin fyrr en í fyrsta lagi 1942

Þegar Churchill sendi Stalín persónuleg bréf með upplýsingum um greinilegan undirbúning Hitlers fyrir innrás í Sovétríkin mistúlkaði Stalín þessi bréf herfilega á þann veg að Churchill væri að reyna að egna Rússa og Þjóðverjar til ófriðar þar sem Bretar gætu setið hjá og horft á Rússa og Þjóðverja berast á banaspjótum. 

Svo gersamlega var Stalín úti að aka í þessu efni, að laugardagskvöldið fyrir innrásina þá um nóttina voru allir helstu yfirmenn Rauða hersins í leikhúsum og á samkomum, sem stóðu fram á innrásarnóttina. 

Lærdómurinn sem Stalín og Rússar drógu af þessu og öðru af svipuðu tagi var skýr og verða menn að hafa hann í huga þegar metnar eru allar aðgerðir Rússa allt til okkar daga:

Aldrei aftur 22.júní 1941. 

Þegar ljóst var að ætlun Vesturveldanna var að koma Úkraínu með sinn firna mikilvæga Krímskaga bæði inn í NATO og ESB 2014 bættist annar lærdómur við frá miðri 19. öld þegar Rússar fórnuðu meira en 50 þúsund ungum hermönnum í Krímstríðinu. 

Krústjoff hafði í barnaskap gefið Krímskagann frá Rússum til Úkraínumanna eftir að hann hafði verið hluti af Rússlandi fram að því.  

Pútín treysti Vesturveldunum í engu hvað snerti Úkraínu. Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Helmuth Kohl höfðu fengið Gorbatsjof til að leyfa Sovétríkjunum og kommúnismanum í Austur-Evrópu að sigla sinn sjó gegn loforði um að NATO seildist ekki til áhrifa upp að landamærum Rússlands. 

Pútín sárnaði hvernig þetta var svikið að hans dómi. 

Engin leið er að koma samskiptum Rússlands við NATO og ESB í nýtt og betra horf nema að reyna að skilja, hvað ræður gerðum þessa valdsherra Rússlands. 

Hvers kyns samstarf og samskipti á borð við Norðurslóðaráðið og aðrar alþjóðastofnanir eru eina leiðin til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. 


mbl.is Rússar vilja endurvekja hernaðarsamráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fari´eitthvað upp / það fellur á ný..."

"Fari´eitthvað upp / 

það fellur á ný. / 

Flugsins eðli /

felst í því."

Ef spunahjól snýst /  

og snýst og snýst/ 

sitthvað óvænt af því hlýst..."

 

Einhvern veginn svona leit tilraunaþýðing af lauslegra taginu út fyrir rúmum sjötíu árum á enska textanum við lagið "Spinning wheel" sem hljómsveitin Blood, sweat and tears söng í lagi sem var með fanta góðri jezz sveiflu, ekki hvað síst í trompet sóló, sem var með einhverri lengstu röð af sýnkópum svonefndum, meira en tuttugu nótur í rðð. 

Fyrsta setningin sem sungin var í textanum var spakmælið "What goes up must come down" og bæði það og eitt fyrsta funk-lagið koma nú í hugann þegar hver fréttin af annarri berst af því, hvernig fyrirbæri, sem búið er að auglýsa yfirgengilega mikið sem eilífðarvél í ofsagróða sem öllum geti veist án þess að nokkur virTist þurfa að borga fyrir það, hreinlega geti ekki fallið á flugi sínu með himinskautum.  

Sumir lesa svartsýnislega  merkingu út úr spakmælinu að tarna, en síðuhafi er ekki í þeirra hópi. 

Ein helsta og góðlátlegasta kveðja flugliða er nefnilega "happy landings" og felur í sér tilhlökkunina fyrir vel heppnaðar lendingar, sem eru aðall og óhjákvæmilegur endir hvers flugs. 


mbl.is Rafmyntir hríðfalla eftir ákvörðun Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmæt reynsla núna til að fást við hraunstrauma síðar meir.

Notkun gríðarlegs magns af kælivatni reyndist vera það atriði í vörnum gegn framrás hraunsins í Eyjagosinu 1973 sem langmestu máli skipti. Stutt var í vatn og með því að kæla yfirborð hraunsins storknaði það og bjó til úr sjálfu sér fyrirstöðu fyrir hraunrennsli.

Það er ekki fyrr en komið verður niður undir Ísólfsskála sem stutt verður að fara í sjóinn til að ná í vatn við Suðurstrandaveg. 

Í Vestmannaeyjum voru mikil verðmæti, þétt húsabyggð, götur og hafnarmannvirki í hættu, en við Ísólfsskála er það aðeins Suðurstrandavegur, ljósleiðarins og eyðibýli.  

Í Eyjum varð reynslan sú, að furðu fljótt storknaði hraunið nógu mikið til þess að hægt væri að fara um það gangandi og akandi.  

Sjá má fyrir sér þann möguleika að Vegagerðin geri svipað og í sumum flóðum að rýðja það stórt skarð í veginn að hann hleypi hraunstraumi greiðlega í gegn. 

Eða þá að nýta storknun hraunsins til þess að ferðafólk geti gengið yfir það úr rútum yfir í aðrar rútur. 

Fást mun dýrmæt reynsla fyrir framtíðina þegar fleiri eldgos verða. 

n


mbl.is Farið að reyna á neyðarruðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær ókomin bylting hér, sem er hafin í Evrópu.

Í Japan varð ákveðin bylting í borgarsamgöngum fyrir 50 árum, þegar teknar voru upp miklar ívilnanir fyrir bíla, sem voru minna en 3ja metra langir og 1,30 m á breidd, svokallaðir kei-bílar. DSC09544 DSC00200

Bíllinn á myndinni hér er hins vegar kínverskur að uppruna, en framleiddur í Evrópu, rafknúinn borgarsmábíll sem er 2,80 x 1,5 m, Invicta ZD2S. 

Japanir voru framsýnir fyrir hálfri öld, og sáu fram á að að í byltingarþeir gætu ekki leyst umferðarteppur borganna nema að fjölga bílum sem tækju helmingi minna rými en meðalbílar. 

Þar og annars staðar, til dæmis hér á landi, er aðeins rúmlega einn maður að meðaltali um borð í hverjum bíl. DSC09543

Þessi leið Japana bjargaði umferðinni þar í landi og er enn í gildi þótt kei-bílarnir séu nú 3,40 x 1,48 m. Slíkir bílar hafa auðveldlega rými fyrir fjóra án þess að það kosti óviðráðanleg þörf fyrir risa gatnamannvirki, auk þess sem útblástur er minni og allur kostnaður. 

Auk þessa er notkun vespuhjóla stór þáttur í lausn borgarumferðarvandans bæði í Evrópu og Asíu. 

Hér á landi ríkja því miður enn furðuleg viðhorf gagnvart slíku.DSC09539

Það sést á því, að maður, sem flutti inn rafhlaupahjól og rafvespur í fyrra, seldi hlaupahjólin í þúsundatali, af því að þau væru svo hipp og kúl og þar að auki rafhjól sem hægt er að aka á allt að 60 km hraða. DSC00201

Þau hjól voru af tveimur megingerðum, vespulaga með möguleika fyrir því að hafa meðferðis farangur sem tæki allt að 60 lítra rými, en hins vegar hjól með svipuðu lagi og bifhjól voru á sjötta áratug síðustu aldar og me

Slatti seldist af þessum síðarnefndu af því að þau þættu svo "hipp og kúl". Vespuhjólin, nytsönust allra, seldust lítt af því að fólki fannst þau svo "barnaleg", sama fólkið og fannst hlaupahjólin svo hipp og kúl !Citroen Ami

Fjöldi nýrra rafbíla af nýjum smávöxnum rafbílum er að koma á markaðinn í Evrópu og framúrstefnulegastir eru bílar með útskiptanlegum rafhlöðum. 

Framleiðsla á tveggja sæta bílnum Citroen Ami sem mynd er af hér við hliðina, er þegar hafin og yrði verð hans hér líklega rúmlega ein milljón milljón króna en engar áætlanir um að flytja hann inn. 

Hann er snilldarlega hannaður til þess að halda verðinu niðri, þótt hann sé bæði með gott skjól og rými fyrir tvo; til dæmis eru báðar hliðar hans nákvæmlega eins og sömuleiðis framendinn og afturendinn.  DSC09546

Gott er að heyra að BL ætlar að flytja inn Invicta ZD2S og brjóta hinn furðu lífseiga ís í þessum málum, sem hefur verið við lýði hér á landi.

Tveir álíka stórir ítalskir rafknúnir borgarsmábílar af gerðinni Tazzari Zero voru fluttir til landsins 2016 og hefur síðuhafi notað annan þeirra síðan 2017 með góðum árangri. 

Myndin var tekin í dag þegar skroppið var niðurí BL til að kíkja á Invicta bílinn. 

Hann er afar vel búinn miðað við bíla af svipaðri stærð og verð og ýmislegt vinnst með hærra seti sem gefur betra útsýni og stærri rafhlöðu. 

Með því að hafa rafhreyfilinn fremst í bílnum, fæst meira rými fyrir farangursgeymsluna aftast. 

Hins vegar hefur ekkert af hinum hefðbundnu stóru bílaumboðum tekið áður upp innflutning á svona bílum en það hlýtur á endanum að vera forsenda fyrir framförum að öflugt umboð með þróað sölu- og viðhaldskerfi komi til skjalanna í því efni. 

Í sumum nýju evrópsku bílunum sem eru að koma, eru útskiptanlegar rafhlöður, og sæti fyrir tvo sett niður með annað fyrir aftan hitt, sem er stór tæknilegur kostur, en með borgarsmábílnum Invicta er farin minna byltingarkennd leið sem jafnframt er líklegri til árangurs af því að hún er venjulegri; tveir sitja í góðum þægindum hlið við hlið og það er nógu stórtDSC00203 farangursrými fyrir aftan þá, og völ á öllum þeim þægindum, sem flestir bílar eru boðnir með. 

Fyrir bragðið verður verðið meira en tvöfalt hærra en á Citroen Ami en þó milljón krónumm lægra en á Volkswagen e-UP. 

Invicta er með sömu stærð af rafhlöðu og e-Smart en en er miklu léttari en Smart, aðeins rúm 700 kíló, þannig að giska má á um 130 km drægni, álíka mikla og var á fyrstu kynslóð Nissan Leaf. 

Hámarkshraðinn, um 90 km/klst passar alveg við íslenskar aðstæður, og hægt að leggja tveimur bílum í eitt stæði, bæði langsum og þversum.  


mbl.is Taka við umboði Invicta Electric rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elstu minningar áttræðra um stríð og hryðjuverk. Begin og Bernadotte.

Elstu minningar margra áttræðra Íslendinga um stríð og hryðjuverk eru tengdar styrjaldarátökum Ísraelsmanna og Palestínumanna 1948 til 1949.  

Gagnstætt því sem síðar varð voru það Ísraelsmenn á borð við Menachim Begin, sem voru brautryðjendur í hryðjuverkum þar sem jafnvel hótel urðu skotmörk. 

Sameinuðu þjóðirnar sendu hinn mikla friðarins mann Folke Bernadotte, sænskan greifa, sem sáttasemjara, en hann hafði bjargað lífi tugþúsunda Gyðinga í lok Heimsstyrjaldarinnar.

Öfgamennn meðal Gyðinga drápu Bernadotte fyrir að vinna gegn loforði Guðs um hið fyrirheitna land hinnar Guðs útvöldu þjóðar með því að leita sátta um land sem hinir útvöldu höfðu verið hraktir frá næstum tvö þúsund árum fyrr. 

Næst gerðist svipaður atburður í Ísrael 1995, þegar Ytzhak Rabin forseætisráðherra og varnarmálaráðherra Ísraels var skotinn eftir að hafa gert friðarsamkomulag við Palestínumenn. 

Þótt palenstínskir hryðjuverkamenn hefðu milli 1948 og 1995 verið athafnasamir, voru það ekki þeir sem drápu varnarmála- og forsætisráðherrann, heldur Ísraelsmenn sjálfir, öfgamenn sem vísuðu í trúarrit sín varðandi það, að hver sá væri réttdræpur, sem hopaði í þeirri trúarlegu skyldu að allt "Landið helga" skyldi verða eign ísraelskra ¨"landnema". 

Það leið hátt á aðra klukkustund sem Rabin barðist fyrir lífi sínu eftir árásina, en þegar morðinginn frétti af endalokunum, brast hann í mikinn hlátur og fögnuð. 

Sprengjuregn yfir Gaza á sama tíma og hófstillt sprengisýning er í Júróvisionlagi Ísraels, hlýtur að lita það sem kynnir segir þegar yfir stendur sú "réttlátu" hefndaraðgerð að drepa að minnsta kosti 20 Palestinumenn fyrir hvern einn Ísraelsmann sem felldur er, helst fleiri.  

 


mbl.is Sagði kynningarnar ekki pólitíska pistla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

65 ára saga tvöfaldrar stefnu í varnarmálum.

Það er löngu liðin tíð siðan nokkur maður hrekkur við þótt ríkisstjórnarflokkur á Íslandi ítreki andstöðu sína við stefnu stjórnarinnar í varnarmálum en styðji ríkisstjórnina samt.  

Einu sinni hefur það gerst, 1946, að ólík stefna stjórnarflokkanna leiddi til stjórnarslita, vegna samnings við Bandaríkin um að þau fengju að hafa aðstöðu á hinum nýbyggða Keflavíkurflugvelli fyrir flutninga sína yfir Atlantshafið, en þó voru engir hermenn leyfðir. 

1956 urðu að vísu stjórnarslit vegna ályktunar Alþingis á vordögum um að segja upp samningi um varnarlíð á vellinum frá 1951, en í þetta sinn stóðu Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn með Sósíalistum að þessri nýju varnarstefnu nýrrar vinstri stjórnar. 

Þótt nokkur átök yrðu meðal stjornarflokkanna um landhelgismálið og varnarmálin 1958, slitnaði þó ekki upp úr upp úr stjórnarsamstarfinu vegna þeirra, heldur vegna efnahagsmála.  

1971 endurtók leikurinn frá 1956 sig með myndun vinstri stjórnar, sem hafði það á stefnuskrá sinni að láta varnarliðið fara úr landi í áföngum. 

Ekkert varð þó af því, heldur slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu vegna efnahagsmála.  

Enn var stofnuð vinstri stjórn 1978 en í þetta sinn þótti ekki taka því að hafa neitt ákvæði um herinn, þótt andstaða við NATO brottför varnarliðsins væri á stefnuskrá Alþýðubandalagsins. 

Sama varð uppi á teningnum 1988, að aðild Alþýðubandalagsins að stjórn 1988 til 1991 hafði, þrátt fyrir yfirlýstrar andstöðu við NATO, engin áhrif á utanríkissstefnu Íslands. 

Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 stóð íslenska stjórnin að árásum NATO flugvéla í Líbíu þrátt fyrir aðild Vinstri grænna að stjórninni. 

Hér hafa verið nefnd alls fimm dæmi um það, að þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við NATO og varnarliðið hafi Alþýðubandalagið í raun stutt utanríkisstefnu í ríkisstjórn þótt hún hafi verið í andstöðu við stefnu flokksins. 

Í núverandi stjórn er svipað fyrirbæri orðað þannig, að Vinstri græn styðji þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnarinnar sem hún er í forystu fyrir. 

Í öll þessi sex skipti er skýringin sú, að alltaf er um samsteypustjórniar að ræða, þar sem allir stjórnarflokkarnir verða að slá af ýmsum stefnumálum sínum. 

Hallgrímur Helgason orðaði þetta fyrirbæri eitt sinn þannig, að áratugum saman hefði hann gætt þess að kjósa ekki Framsóknarflokkinn, en í öll skiptin hefði hann samt í raun stutt þann flokk til valda með atkvæði sínu! 

 


mbl.is Þóttist vera jarðfræðingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurefli kaffærandi falsfrétta er vaxandi ógn.

Þegar netið með öllum sínum nýju möguleikum til miðlunar upplýsinga og skoðana ruddi sér til rúms í upphafi þessarar aldar var það fagnaðarefni fyrir þá, sem báru vonir í brjósti um alþjóðlegt þjóðfélag dýrlegrar upplýsingaaldar.

Síðustu árin hefur hins vegar verið að birtast ný mynd yfirþyrmandi ofvaxtar hvers kyns falsfrétta sem er ógn fyrir lýðræðið í heiminum.  

Ein birtingarmyndin eru hinar fáránlegustu samsæriskenningar, sem belgjast út í veldisvexti á "lækum" og "deilingum" svo að ekkert fær staðist það heljarflóð. 

Hafi einhver haldi að Donald Trump hefði haggast við síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum, sýnir aukið gengi helstu samsæriskenninga hans það, að jafnvel þótt helmingur republikana teljist ekki styðja hann nú, telja 70 prósent fylgismanna flokksins staðfastlega að hann hafi verið rændur yfirburðasigri með stórfelldustu kosnningasvikum sögunnar. 

Þetta gæti þýtt það til lengri tíma, að annar frambjóðandi, sýnu snjallari og eitthvað yngri gæti sprottið upp og valtað yfir allt og alla, þótt Trump haldi ekki áfram. 


mbl.is Faraldur samsæriskenninga nær fótfestu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fornar ógnir, eldgos og farsóttir, berja að dyrum. Efla þarf rannsóknir og viðbúnað.

Það er sérkennileg tilviljun að tvö fyrirbrigði frá fyrri öldum Íslandssögunnar, eldgos og farsóttir, skuli gera sig heimakomin hjá þorra þjóðarinnar við sunnanverðan Faxaflóa á nákvæmlega sama tíma eftir um átta hundrað ára hlé varðandi eldgosin.  

Þótt gosið við Fagradalsfjall kunni að verða bæði lítið og ekki ýkja langvinnt, verður æ líklegra, að samt marki það upphaf nýrra alda, kannski fimm, sem marka það sem sett var fram strax í upphafi þessa goss varðandi þann nýja veruleika. 

Eitt atriði í þeim efnum er að efla stórlega þær rannsóknir á möguleikum við viðbúnaðar, sem settar voru á blað fyrir tæpum þrjátíu árum, en voru ekki framkvæmdar að neinu marki, til dæmis á nyrsta hluta óróasvæðisins sem er næst þéttbýlustu og fjölmennastu byggðar landsins. 


mbl.is Gosið marki upphaf nýrra Reykjaneselda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóflóðamiðstöðin í Davos og svæði erlendis.

Þegar norskur snjóflóðasérfræðingur var kallaður til Ísafjarðar 1994 eftir mannskætt snjóflóð á Seljalandsdal var það í fyrsta sinn, sem slíkt var gert að því er best er vitað. 

Hann rak í rogastans við að sjá hvað var að gerast víða í fjórðungnum, en var vinsamlegast beðinn um að vera ekki að skipta sér af öðru en því sem hann var ráðinn til að gera á Ísafirði. 

Í framhaldinu dundu snjóflóðinn yfir á næstu tveimur árum, á Súðavík, Flateyri og í Reykhólasveit með manntjóni og einnig öll hin snjóflóðin, í Súgandafirði, á Súðavíkurhlíð, í Bolungarvík, innst í Dýrafirði o. s. frv. 

Í fréttaferð til hinnar heimsþekkktu snjóflóðastöðvar í Davos eftir snjóflóðin í Bolungarvík blasi við fjölþættur árangur margvíslegra aðgerða í snjóflóðavörnum, og hafa ýmsar þeirra verið athugaðar hér á landi, en ekki allar. 

Þrátt fyrir aukna þekkingu og reynslu hér á landi vaknar spurningin um það, hvort það væri ekki rétt að skoða að nýju það helsta í þessum málum erlendis, þar sem menn hafa margfalt lengri reynslu en hér.  


mbl.is Snjóflóðaratsjá loki veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband