Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.8.2021 | 22:46
Hve langan tíma í viðbót hefði þurft í Afganistan?
Þegar blásið var til innrásar í Afganistan var það von manna að mesta herveldi heims myndi með aðstoð nokkurra bandamanna sinna takast að uppræta hryðjuverkasamtök þar, vinna bug á Talibönum og þoka þjóðinni til nútímalegri lifnaðarhátta.
Rússar höfðu að vísu lagt í svona hernað þar allan áttunda áratuginn en gefist upp og mátti heimsbyggðin horfa upp á valdatöku Talibana 1994.
Þessi bitra reynsla Rússa virtist ekki fæla Bandaríkjamenn frá því að ráðast með her inn í landið.
Það vekur upp spurninguna hvort þeir hefðu farið út í þetta ef þeir hefðu vitað um það að framundan væri stríð, sem ekki sæi fyrir endann fyrir eftir tuttugu ár.
Að vísu tókst að hafa hendur í hári Osama bin Laden og hefna með því fyrir árásina á Tvíburaturnana 11. september 2001.
En hvað olli því að stríðið hélt samt áfram í áratug í viðbót?
Bandaríkjamenn eru nú gagnrýndir fyrir svik við afgönsku þjóðina, en ýmsar spurningar vakna.
Hvernig má það vera að Talibanar náðu landinu öllu á sitt vald að því er virtist fyrirhafnarlaust nánast á örfáum dögum og að stjórnarherinn hreyfði varla hönd né fót þótt á pappírnum virtist stjórnarherinn hafa yfirburði í herafla, bæði hermannafjölda og hergögnum.
Nauðsynlegt er að fá svar við þessari spurningu áður en ákvörðun tveggja Bandaríkjaforset um brottför er fordæmd.
Svara þarf því líka, hve mörg ár í viðbót Tony Blair og fleiri telja að þurfi til þess að vinna fullnaðarsigur og hvers vegna það verði miklu léttara en að vinna Víetnamstríðið á sínum tíma.
Biden sagði að stjórnarherinn hefði algerlega skort baráttuvilja, og ef svo er, hvaða ástæða er til að ætla að erlendur her sem berst gegn innfæddum, hefði náð meiri árangri?
Blair: Brottför Bandaríkjahers hræðileg mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)