Færsluflokkur: Vefurinn

Svona má græða.

Kaup á sumarbústöðum á tombóluverði er ein leið til að græða. Í þættinum "Íslandi í dag" í gærkvöldi las ég nokkrar tilvitnanir í viðtöl við Hannes Smárason og Sigurjón Árnason í Krónikunni í febrúar 2007 sem eru lýsandi fyrir ýmsar aðferðir og hugmyndafræði á bak við frjármálasápukúluna sem sprakk. .

Hannes segir að það hafi ekki verið flugrekstur heldur fjárfestingar sem hafi verið hans ær og kýr. Hann nefnir nokkur dæmi um það hve ábatasamt þær geti verið. Hér eru þrjár tilvitnanir í Hannes:

"Ef ég sel hlutabréf og hagnast á því þarf ég að borga skatt af hagnaðinum. Ef ég endurfjárfesti hins vegar hundrað krónurnar í öðrum hlutabréfum get ég frestað því að greiða skattinn. Þannig get ég í raun haldið áfram út í það óendanlega og þarf aldrei að borga neinn skatt."

"Við kaupum stundum fyrirtæki, skuldsetjum þau og seljum síðan ef okkur finnst það passa. Við gerðum það til dæmis með Refresco. Það var skuldsett yfirtaka þar sem við lögðum fram ákveðið eigið fé og BANKARNIR FJÁRMÖGNUÐU AFGANGINN.Félagið greiddi niður skuldirnar og verðmæti okkar eignarhluta jókst í leiðinni."

"Það hefði engum dottið í hug að gera þessa hluti sem við erum að gera, nema fólki sem VEIT ENGAN VEGINN HVAÐ ÞAÐ ER AÐ FARA ÚT Í."

Sigurjón segir um kynslóðina sem stendur fyrir "efnahagsundrinu.":

"Sú kynslóð ólst upp við mikið frjálsræði en einnig við mikla vinnusemi. Hún fór út að leika sér á morgnana og var þar allan daginn, kom ekki heim fyrr en hún var kölluð í mat. HÚN TALDI AÐ ALLT VÆRI HÆGT OG VAR AÐ ÞVÍ LEYTI ALGJÖRLEGA HÖMLULAUS."

Við þetta er engu að bæta.


mbl.is Bústaðir á tombóluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband