VANDI SAMFYLKINGARINNAR OG ANNARRA FLOKKA

Í bloggi í dag bendir Pétur Gunnarsson á þá staðreynd að samfylkingarfólk á Húsavík gefi út stuðningsyfirlýsingu við álver á Bakka á sama tíma og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé í heimsókn á staðnum, hugsanlega með í farteskinu stefnuskrá flokksins, "Fagra Ísland" eins og hún hafði með sér fyrir jól á baráttufund sem haldinn var í Skagafirði gegn virkjunum þar.

Þar sat hún á fremsta bekk með andstæðingum álvera og virkjana og sendi með því ákveðin skilaboð til þess samfylkingarfólks í Skagafirði sem stendur að undirbúningi fyrir virkjanir þar. 

Þetta lýsir vandanum sem Samfylkingin glímir við í þessum málum og full ástæða er til að fjalla um síðar í tengslum við þá gölnu virkjanafíkn, sem ræður ferðinni á Íslandi um þessar mundir. Það mun ég reyna að gera síðar sem og að rýna í vanda og afstöðu annarra flokka í virkjanamálum.


Bloggfærslur 17. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband