ÞJÓÐREMBINGUR OG NÁTTÚRUVERND.

Náttúruverndarfólk er oft ásakað um að vera með öfgakenndan þjóðrembing. Egill Helgason ýjaði að þessu í viðtali við Andra Snæ Magnason og kallar þessa öfgakenndu þjóðrembu í bloggi sínu "Ómarísku".

Það stendur því upp á mig að útskýra þá stefnu og viðhorf mín sem hann kýs að kalla þessu nafni og þá skal ég upplýsa Egil og fleiri um það að núverandi skoðanir mínar á verðmæti íslenskrar náttúru byggjast að mestu leyti á því sem ég hef lært af útlendingum, aðallega á tvennan hátt:

Ég lært það af því með því að fljúga og ferðast með útlendinga um landið og sýna þeim það í ótal ferðum. Í þessum ferðum hafa þeir smám saman síðustu 40 árin gefið mér alveg nýja sýn á Ísland og verðmæti þess. Þá sýn hefði ég ekki fengið ef ég hefði allan tímann ferðast um landið einn eða með löndum mínum.

Glöggt er gest augað, einkum þegar gesturinn er góður. Þessir útlendingar hafa flestir verið hámenntað og víðförult fólk sem hefur af samanburði við önnur lönd getað dæmt um það hvað er sérstæðast og verðmætast á Íslandi.

Mat mitt á nýtingu landsins breyttist þó enn meira hin síðustu ár við að leita uppi og ferðast um þau svæði erlendis sem helst eru sambærileg við Ísland. Og aftur eru það útlendingar og útlönd sem hafa haft mest áhrif á það sem Egill kallar "Ómarísku".   

Uppistaða hennar er ekki þjóðremba, heldur að horfa á Ísland, gæði þess og gögn, frá víðu sjónarhorni en ekki þröngu, - leita upplýsinga bæði hér á landi sem utan landsteinanna.

Auðvitað hafa mætir landar mínir líka haft sín áhrif. Hinn víðförli og fróði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var til dæmis einn af mótunarmönnum þessarar sýnar, en fráleitt er að segja að útlendingarnir sem áttu stóran þátt í að móta skoðanir hans og mínar hafi verið haldnir íslenskri þjóðrembu, heldur þvert á móti alþjóðlegri hugsjón sem á víða skírskotun.

Nær væri að kalla það þjóðrembu að sitja kyrr heima og móta sér skoðun út frá þeim þrönga sjónarhóli sem margir byggja álit sitt á þessum málum á og nota sem grundvöll hinnar gölnu virkjanafíknar sem lýst hefur verið nánar í þessu bloggi undanfarna daga.

Það er sönn þjóðremba fólgin í því forðast að taka mark á erlendu kunnáttufólki og vilja ekki taka mið af því sem er að sjá og skoða erlendis.

Mikill munur er á slíkri rembu, sem á litla innistæðu, eða eðlilegum og vel grunduðum þjóðarmetnaði og þjóðarreisn sem leitast er við að byggja upp á traustum grunni til framtíðar.


Bloggfærslur 18. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband