VANTRAUST UMHVERFISVERNDARFÓLKS.

Hluti skýringarinnar á fylgishruni Samfylkingarinnar og fylgisaukningu VG kann að liggja hjá umhverfisverndarfólki. Áður hefur Ingibjörg Sólrún rætt um vantraust kjósenda gagnvart þingflokknum. En hún sjálf er í þingflokknum og að mati umhverfsiverndarfólks brást hún hrapallega á örlagastundu þegar hún samþykkti Kárahnjúkavirkjun í ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddum þúsund andmælendum sem margir höfðu borið til hennar mikið traust fram að því.

Þrátt fyrir hina ágætu stefnuskrá Fagra Ísland er skiljanlegt að umhverfisverndarfólk eigi erfitt með að gleyma þessu, - sem og skyndilegum sinnaskiptum þingflokks Samfylkingarinnar 2001 - 2002. Það kann að vera skýring á að það halli sér frekar að vinstri grænum sem hafa staðið vaktina best.

Að vísu hafa nokkrir fullrúar Samfylkingarinnar staðið í ístaðinu, s. s. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Dofri Hermannsson. En þegar litið er til þess að samfylkingarfólk á Húsavík, í Skagafirði, Hafnarfirði og á Suðurnesjum er framarlega í flokki þeirra sem undirbúa ný álver sem þurfa munu alla virkjanlega orku á Íslandi í framtíðinni er skiljanlegt að stefnuskráin Fagra Íslands nægi ekki til að skapa traust.

Ég hef sagt um stefnuskrána Fagra Ísland: "Guð láti gott á vita" en fylgistölurnar sýna að það virðast ekki allir svo bjartsýnir og jákvæðír.

Ég var nýbúinn að blogga um Samfylkinguna og ætlaði ekki að gera það aftur í bráð heldur fara áfram hringinn í þeim hugleiðingum um vanda stjórnmálaflokkanna sem ég er nú að setja á blað.

En skoðanakönnun dagsins gaf þetta tilefni. Næstur á blaði verður Frjálslyndi flokkurinn.

   


Bloggfærslur 21. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband