RÆÐUR MANNFÆÐIN ÚRSLITUM?

Í leik Íslands og Túnis í gær réði það úrslitum að Túnisarnir gátu ekki haldið uppi hraða sínum þegar líða tók á leikinn og þreytan sagði til sín. Það hefur verið vandi Íslendinga á svona mótum að afburðamennirnir okkar eru of fáir eins og skiljanlegt er með smáþjóð. Stórþjóðir á borð við Frakka eiga meiri breidd enda brillera Frakkarnir því meir sem leikjunum fjölgar. Á sama hátt og strákarnir okkar eiga mikið lof skilið fyrir frammistöðu sína verðum við að skilja þann vanda sem felst í því að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að krefjast af burðarásum liðsins leik eftir leik.

Þess meiri þakkir eiga þeir skilið fyrir það hvað þeir leggja sig fram og það er ósanngjarnt að við krefjumst þess af þeim að þeir séu einhver ofurmenni sem séu ónæm fyrir þreytu. Máltækið: "Enginn má við margnum" er grimmt.

Áfram, strákar! Þið hafið þegar sannað ykkur og við verðum stolt af ykkur, hvernig sem fer. ÞIð gerið ykkar besta og við lítum á allt sem er fram yfir það sem bónus.  


Bloggfærslur 25. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband