MISSKILNINGUR UM MIG OG FRJÁLSLYNDA

Ég sé í Fréttablaðinu í dag að menn skilja ummæli mín um Frjálslynda flokkinn á þann veg að ég hafi sérstakan hug á því að ganga til liðs við hann. Er þá vitnað í þau ummæli að ég muni bíða fram yfir landsþing hans með að meta hvernig kraftar mínir nýtist best í baráttu náttúruverndarfólks. En þetta er misskilningur, - höfuðástæðan er einföld og sambærileg við það að á leikvelli séu að safnast fyrir þeir sem þar muni keppa en það vanti samt bæði suma keppendur og einnig upplýsingar um það hvar þeir muni verða og hvernig þeir muni spila á vellinum ef til kemur. Það skiptir máli fyrir alla. 

Ég orðaði það svo í viðtalinu sem vitnað er í að ég vildi ekki taka ákvörðun fyrr en hið pólitíska landslag sæist ALLT betur en nú er. Svo einfalt er það. Ég hjó eftir því að fréttamenn sem fjölluðu um setningarræðu Guðjóns Arnars töldu upp ýmis mál sem hann talaði um en minntust ekki á að hann hefði talað um umhverfismál. En það skiptir máli, bæði fyrir Frjálslynda flokkinn og ekki síður aðra flokka og umhverfisverndarfólk hvað verður uppi á teningnum hjá flokknum í þeim málum sem öðrum.   


Bloggfærslur 26. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband