FYRIR SUNNAN VATNIÐ.

Í hitteðfyrra setti ég fram í sjónvarpi tvær leiðir til þess að tengja uppsveitir Árnessýslu við Reykjavík. Önnur þeirra lá um Nesjavallaveg gegnum Dyrafjöll, um Kaldárhöfða og Lyngdalsheiði. Hin lá um svonefnt Grafningsskarð norðan við Ingólfsfjall. Báðar miðuðu að því að færa hraðbraut frá vatnsverndarsvæði Þingvallavatns. Tveimur spurningum var þó ósvarað.

1. Hvort vegur við sunnanvert Þingvallavatn gæti haft áhrif á vatnið, t.d. ef olíuslys yrði. Vitað er að arsenik hefur fundist í vatninu eftir að affallsvatni frá Nesjavallavirkjun var veitt í tjörn norðan hennar.

2. Hvaða umhverfisáhrif vegur á nýjum stað yfir Sogið við Álftavatn hefði og hvort sátt myndi nást um veg þar við sumarbústaðafólk og landeigendur.

Niðurstaða mín nú er þessi: Leggjum bundið slitlag á núverandi Konungsveg og lagfærum hann lítillega þar sem snjór sest helst á hann á veturna og höldum honum opnum allt árið. Notum tímann vel framundan til að rannsaka leiðirnar sem ég benti á á sínum tíma.


mbl.is Landvernd óskar eftir frestun á útboði Gjábakkavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband