19.10.2007 | 22:58
"ÓSÝNILEGAR" KONUR.
Í kvöld var ágæt frétt að vestan um ráðstefnu þar sem mikil vöntun væri á konum meðal frummælenda og þess látið getið í leiðinni að í kosningunum í vor hefðu konur verið "ósýnilegar", - líklega átt við það að allir þingmenn kjördæmisins væru karlar. Samt var kona í efsta sæti á lista Íslandshreyfingarinnar. Skýringin á ósýnileika kvenna er því ekki augljóslega ekki bara yfirgangur karla heldur þurfa konur líka að leita skýringa hjá sér sjálfum, - hvers vegna þær ná ekki ofar í prófkjörum í flokkunum og í kosningum í kjördæmi þar sem ca helmingur kjósenda er konur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2007 | 12:50
MATARLAUSIR MATSÖLUSTAÐIR?
Er hægt að hugsa sér matarlausan matsölustað? Nei. En ekki er annað að sjá á forsíðufrétt 24 stunda í dag en að stefni í lyfjalaus sjúkrahús ef svo heldur fram sem horfir. Hvað segja ráðherrarnir Jóhanna og Árni um þetta? Er milljarðs skuld þar sem hugsanlega stefnir í lyfjalaus sjúkrahús og/eða gjaldþrota byrgja eðlilegt ástand til sóma sjúkrahúsyfirvöldum og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytunum?
Ef matsölustaður er matarlaus labbar kúnninn bara yfir á næsta matsölustað eða fer heim og fær sér að borða þar. En þetta horfir öðruvísi við sjúklingunum á sjúkrahúsunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 12:44
MÓTSAGNIR OLÍUGRÓÐAVONARINNAR.
Fróðlegt er að fylgjast með gróðavonum Íslendinga vegna hugsanlegra olíulinda norður af landinu. Á sama tíma er rætt um að við verðum að leggja okkar af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Ef framlagið felst í því að auka framleiðslu á þeim orkugjafa sem veldur mestri loftmengun er um augljósa mótsögn að ræða. Mótsagnirnar eru fleiri.
Við mótmælum harðlega hverju því sem valdið gæti mengun í hafinu við landið, svo sem vegna Sellafield-stöðvarinnar á Skotlandi en dollaraglampinn skín úr augum okkar við tilhugsunina um olíugróða sem byggist jafnvel á "rússneskri rúllettu" hvað varðar þekkingu á hafsbotninum og ekki síður hvað varðar tæki til að verjast mengun vegna olíuslyss.
Og gróðaglampinn vex enn við tilhugsunina um að með tilkomu olíulindanna muni skapast möguleikar á að reisa hér olíuhreinsistöðvar á sama tíma og þjóðirnar sitt hvorum megin við Atlantshafið reyna að bægja frá sér slíkum stöðvum.
Ég biðst afsökunar ef ég hef verið full snöggur að því að fara mótsagnanna á milli. Ragnar Reykás tækis sér kannski svolítið lengri tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)