KONUR KONUM VERSTAR? EKKI ALLTAF.

Sá og heyrði útundan mér í sjónvarpinu að þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu sagði að konur væru konum verstar hvað varðar samantekin ráð og SMS-skilaboð um að Margréti Láru yrðu ekki greidd atkvæði í valinu um leikmann ársins. Ákaflega leiðinlegt fyrir kvennaboltann ef satt er og óíþróttamannslegt en þó sennilega ekki einsdæmi. Ég man ekki betur en að eitthvað svipað hafi komið upp fyrir næstum 20 árum gagnvart Pétri Ormslev í hliðstæðu vali. Karlar geta líka verið körlum verstir.

Bloggfærslur 20. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband