29.10.2007 | 12:30
LÚMSK HÁLKA.
Vetur konunugur byrjar á lúmskan hátt. Raunar varð jörð alhvít klukkan tíu í fyrrakvöld en samt komu þessi hita- og veðurskilyrði mönnum svo í opna skjöldu að flugtak Flugfélagsvélar, sem ég fór með til Akureyrar í gærmorgun, tafðist tvívegis vegna þess að afísa þurfti hana. Fyrst var hún afísuð en síðan kom í ljós að það var ekki nóg hún þessvegna afísuð aftur. Bendi á frekari umfjöllun í bloggfærslu minni næst á undan þessari.
![]() |
Upptökur á samskiptum flugmanna og flugturns verða rannsakaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 08:24
HÖRÐ LENDING ER STUNDUM NAUÐSYNLEG.
Er víst að "harða lendingin" á Keflavíkurflugvelli hafi verið nauðsynleg? Svo kann að vera því að jafnvel á litlum flugvélum getur verið nauðsynlegt að beita slíkum lendingum ef brautirnar, sem lenda þarf á, eru mjög stuttar. Ef brautin er nógu löng er vélinni svifið niður undir hana og hjólunum síðan haldið rétt yfir henni meðan vélin hægir á sér og sest siðan mjúkt á brautina. Ef brautin er svo stutt að lenda þurfi alveg á brautarenda þýðir hins vegar ekki að bíða eftir því að hún setjist mjúklega því að þá er hætta á að brautin nægi ekki til þess að stöðva í tæka tíð.
Sem betur fer heppnast oftast á litlum flugvélum að setjast strax mjúklega ef flugstjórinn er æfður og einbeittur. En allir flugmenn vita að alltaf inn á milli koma lendingar þar sem þetta tekst ekki fullkomlega og þess vegna verður flugmaður að vera meðvitaður um það að skárra sé að lenda strax og hart heldur en mjúkt og of seint.
Til er aðferð til að auka hemlungargetuna og felst í því að flugmaðurinn tekur vængflapana af um leið og hann kemur yfir þann blett þar sem hann vill að flugvélin hlammi sér niður.
Á sumum flugvélum eru rafknúnir flapar og ég mældi það að það tekur þá níu sekúndur að fara alla leið upp en á þeim tíma fer flugvélin allt að 200 metra. Ég fann þá upp þá aðferð að slá takkanum upp upp rétt áður en komið var inn á lendingarpunktinn þannig að þeir væru komnir úr 40 gráðum í ca 20 þegar komið var yfir punktinn. Þá settist vélin mjúklega og hemlun gat hafist.
Þegar forsenda þess að brautin nægi til lendingar er sú að hægt sé að lenda strax og komið er yfir brautarenda og hemla með fullum þunga fer þetta atriði fyrst í forgangsröðina og krafan um mjúka lendingu kemur númer tvö. Ef þetta kostar harða lendingu, þá það.
Flugvélin má ekki snerta of seint ef lengd brautarinnar er knöpp, annar getur þetta farið eins og fór fyrir mörgum árum þegar stór þota lenti mjúklega en allt of seint og langt inni á brautinni á Keflavíkurflugvelli.
Það dundi við mikið lófatak farþeganna til að fagna og þakka fyrir hina mjúku lendingu og fólkið var enn klappandi þegar vélin fór út af brautarendanum !
![]() |
Segja bremsuskilyrði á flugbraut ekki í samræmi við upplýsingar úr flugturni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)