9.10.2007 | 10:03
ÞÖRF VARNAÐARORÐ.
Sumum hefur kannski fundist Íslandshreyfingin taka full djúpt í árinni þegar hún setti varnaðarorð um eignarhald á orkulindum landsins á oddinn í kosningabaráttunni. En okkur hefði aldrei órað fyrir þeim atburðum sem síðan hafa orðið og hafa sent ólguöldur inn í stjórnmálin um allt land. "Sjálfstæðismenn um allt land eru brjálaðir," - "trúnaðarbrestur hjá meirihlutanum", - "allt upp í loft í borgarstjórn", - "ólga í Framsóknarflokknum", - "hriktir í meirihlutanum á Akranesi", - svona eru lýsingarnar á því sem hefur verið að gerast.
Í þessum málum hefur það sama gerst í í virkjana- og stóriðjumálunum, - hraðinn sem græðgis- og virkjanafíklarnir hafa sett upp hefur verið slíkur að engin leið er að fylgja honum eftir, - það er vaðið áfram stjórnlaust og skellt skollaeyrum við eðlilegri upplýsingagjöf og skoðanaskiptum.
Þetta er bagalegt vegna þess að umhverfismálin eru þegar orðin mál málanna á 21. öldinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)