SÖGUR AF FLUGVÖLLUM.

Ég var að koma úr leiðangri á austurhálendinu og sé að á tveimur bloggsíðum er fjallað um millilandaflugvelli á Suðurlandi sem varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, annan við Bakka og hinn við Selfoss. Hvorugur getur hins vegar orðið slíkur varaflugvöllur því að Suðurland er á sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur en það er Reykjavíkurflugvöllur hins vegar ekki.

Í suðlægum vindáttum með raka, sudda og þoku, kemur þessi suddi beint af hafinu yfir Suðurland og ysta hluta Reykjanesskagans án þess að nokkur fyrirstaða sé. Reykjanesfjallgarðurinn með sín 6-700 metra háu Lönguhlíð og Bláfjöll virkar hins vegar eins og varnargarður fyrir Reykjavíkursvæðið þannig að þar er miklu skaplegra veður, sést jafnvel til sólar.

Þetta er alþekkt veðurfyrirbæri og ræður því til dæmis að þegar raki og þoka sest að Norðurlandi er þurrt og bjart fyrir sunnan og öfugt, þegar sunnaáttin gerir ófært til lendingar á Suðurlandi er bjart fyrir norðan fjöll. 

Hvernig væri nú að gá til veðurs áður en byggðir eru tveir milllandaflugvellir á Suðurlandi sem vonlausir varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll?  


Bloggfærslur 8. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband