TEKST AÐ SKAPA ÓTTA, ÞVÍ MIÐUR.

Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram óskina um fjórar tegundir af frelsi árið 1941: Skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá skorti og frelsi frá ótta. Hvert tilfelli á borð við það sem nú hefur gerst gagnvart saklausri íslenskri konu í bandarískri flughöfn er sigur fyrir hryðjuverkaöflin. Sjúklegur ótti með ofsafengnum og harðneskjulegum viðbrögðum er einmitt það sem hryðjuverkaöflin hafa stefnt að að skapa á vesturlöndum.

Það er dapurlegt þegar fulltrúar forystuþjóðar lýðræðis og mannréttinda hjálpa til við að eyðileggja fyrir sjálfum sér og vega að þeim gildum frelsis sem full þörf er á að berjast fyrir ekkert síður nú en fyrir 66 árum.

Sú barátta er að sönnu vandasöm en það á að vera hægt að standa betur að málum en þetta og komast hjá því að gera vestræn þjóðfélög að lögregluríkjum.


ÖRN ARNARSON, - BRAVÓ !

Mikið gleður það mig hve vel Örn Arnason stendur sig þessa dagana. Fyrir nokkrum árum átti hann í erfiðleikum og margir hefðu kannski bugast í hans sporum. Engum dáist ég meira að en þeim sem láta ekki hugfallast heldur reynast sterkastir þegar á brattann er að sækja.

Muhammad Ali tapaði í sex bardögum á ferli sínum en einmitt það hvernig hann vann úr ósigrum sínum hefur skipað honum á þann stall að hafa verið mestur allra meistara. Meistari sannar sig ekki endanlega í sigrum sínum heldur miklu fremur í því hvernig þeir taka á ósigrum.


mbl.is Örn sjötti á Norðurlandameti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband