ÞAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM BRAUÐ...

"...kertaljós og klæðin rauð / svo komist þau úr bólunum." Þetta voru nú kröfur hins gamla tíma um jólin. Klæðin voru rauð rímsins vegna en að öðru leyti snerist þetta um að börnin hefðu eitthvað í að vera, annars komust þau ekki úr bólunum. Eftirminnilegasta jólagjöf bernsku minnar var Volkswagen-plastbíll, sjálftrekktur. Á ferð um Eþíópíu þar sem ekið var fram hjá hræjum af dýrum, sem höfðu hrunið niður í þurrkum og fólk dó líka úr þorsta, var ekkert þorp svo frumstætt að ekki væri hægt að kaupa þar Coca-Cola á minnstu flöskunum, jafnvel á slóðum þar sem vestrænir menn voru ekki á ferð vegna hættu á árásum frá ræningjaflokkum frá Sómalíu. (Þetta var nálægt landamærunum) 

Þá spurði maður svipaðrar spurningar og Maria Antoinette var sögð hafa spurt þegar henni var sagt frá hungursneyð þegna hennar vegna skorts á brauði: "Af hverju borðar fólkið þá bara ekki kökur og tertur?"

Mín spurning var: "Ef fólkið er að deyja úr þorsta, af hverju drekkur það ekki Coca-Cola?" Svarið var: Fólkið á enga peninga og meðaltekjur hvers íbúa Eþíópíu eru 0,5% af meðaltekjum Íslendings. Eþíópíubúi með meðaltekjur yrði viku að vinna fyrir kókflösku af minnstu gerð.

Ætla að enda þennan pistil með text við lag sem ég gerði fyrir nokkrum dögum og heitir: "Manstu gömlu jólin."

            MANSTU GÖMLU JÓLIN ?

Manstu gömlu jólin, hvíta, mjúkan snjó?

Manstu, hvað við vorum glöð og áttum alltaf nóg? 

Það var oft svo einfalt sem gladdi okkar geð

er gjafirnar við tókum upp við litla jólatréð.

 

Þá áttum við stundir sem aldrei gleymi ég

og ævinlega lýsa mér um lífsins grýtta veg.

Það er ekki´allt fengið keypt dýrum dómum hér,

því dýrmætara er að kunna að gefa af sjálfum sér.

 

Ég bið að gömlu jólin birtist mér á ný

og besta jólagjöfin verði´að falla faðm þinn í.  


mbl.is Börn fá Range Rover í jólagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SOKKAMÁL SEM ÉG SKIL VEL.

Sokkar nemenda eru ekki nýtt mál né sér bandarískt. Þegar ég var unglingur í gaggó og Menntaskóla kom það fyrir að ég kom í skólann á lopasokkum og strigaskóm. Ég man vel hve mörgum þótti þetta óviðeigandi og ekki sæmandi í svo virðulegrum skólastofnunum. Ekki kom þó ti beinna aðgerða af hálfu skólayfirvalda. Þegar ég var síðar orðiðnn fréttamaður hjá Sjónvarpinu kom ég til vinnu á ljósleitum íþróttaskóm og þótti fréttastjóranum það afleitt, einkum ef ég þyrfti að hitta háttsetta embættismenn.

Hvorugur okkar vildi gefa eftir í þessu máli en mér tókst að leysa það með því að finna í utanlandsferð svarta íþróttaskó og hef gengið í slíkum skóm í bráðum 40 ár. 

Tuttugu árum síðar hafði dæmið snúist við og menn voru farnir að ganga á ljósleitum og hvítum íþróttaskóm í stórum stíl, jafnvel menn sem aldrei hreyfðu sig svo heitið gæti. Þetta var orðið "in."

Þá var svo komið að ég skar mig úr að nýju, því að nú var ég sá eini sem var á "dulbúnum", svörtum íþrótttaskóm. Ég hef haldið fast við minn keip og geng í þeim jafnan enn hvar sem er, jafnt á sviði þegar ég kem fram á virðulegum samkomum, sem í gönguferðum um hálendið. 

Er þetta talin sérviska í mér en ég fer nú varla að breyta neinu úr þessu.  

 


mbl.is Dýrkeypt lögsókn vegna sokkabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband