DRAUMURINN UM ÞJÓÐARSÁTT

Hlustaði á forseta vorn kalla á þjóðarsátt um orkumálin í Silfri Egils. Tek undir hvert orð. En slík sátt getur ekki byggst á þeirri draumsýn forsætisráðherra að hér á landi verði reist fjögur risaálver á næstu 13 árum sem þurfa muni alla vatns- og jarðvarmaorku landsins.

Slík sátt getur ekki byggst á því að fyrst verði nær allt virkjað með gamla laginu og síðan komi í ljós að hægt hefði verið að virkja jarðvarmann með nýrri djúpborunartækni með' margfalt minni umhverfisáhrifum.

Slík sátt getur ekki byggst á því að íslensk náttúruverðmæti verði áfram órannsökuð og gildi þeirra á heimsvísu ekki metin, heldur verði áfram verði anað í virkjanafíkninni án lágmarks þekkingar á þeim verðmætum sem um er að ræða.

Það á ekki að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er ekki hægt að spila úr spilum sem menn vita ekki hver eru. Eftir 6- 15 ár fást væntanlega niðurstöður djúpborunartilraunanna. Grundvöllur þjóðarsáttarinnar verður að vera þekking á viðfangsefninu. Draumar mínir snúast um slíka þjóðarsátt.  


Bloggfærslur 18. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband