JÓHANN G. - TIL HAMINGJU!

Svona flýgur tíminn. Jóhann G. sextugur. Manni finnst svo stutt síðan Óðmenn voru í æskuham og Jóhann G. svo ungur. Raunar finnst mér hann jafn ungur enn og lagið hans góða, Do´nt try to fool me jafn frískt og það var á sínum tíma.

Þetta lag er eitt af þeim fáu íslensku lögum sem Bo myndi kalla "svo mikið erlendis", alþjóðlegur klassi yfir því. Jóhann G. er mikill baráttumaður fyrir íslenska náttúru og á skilda mikla þökk fyrir eldmóð sinn á því sviði.

Hann hefur opnað frábæra vefsíðu og er í fullu fjöri. Til hamningju, Jóhann! ´

 


JÓN BALDVIN - ALDREI BETRI

Það var unun að hlusta á Jón Baldvin Hannibalsson tæta stóriðjustefnuna í sig á grundvelli hagfræði eingöngu á fundi í Hafnarfirði um stækkun álversins þar. Það eru ár og dagur síðan maður hefur heyrt jafn frábæra ræðu og ræðuflutning. Uppbygging öll, rökfesta og málafylgja sýndi að Jón Baldvin er ferskari, frjórri og frískari en hann hefur verið í áraraðir.

Þeir sem voru að tala um það á dögunum að sá gamli væri útbrunnin, gamall og jafnvel elliær þegar þeir heyrðu af því að hann hefði talað í Silfri Egils, hefðu átt að vera viðstaddir í Bæjarbíó. Það er ekki ónýtur liðsauki sem andófinu gegn stóriðjustefnunni hefur bæst með þessum frábæra stjórnmálamanni, sem endurnýjar sig sem ungur væri.

Jón átti 68 ára afmæli í gær en það hefði getað verið 28 ára ræðusnillingur sem fór á kostum í ræðupúltinu í Bæjarbíó. Það minnir á að Winston Churchill var tæplega 66 ára þegar hann flutti sínar frægustu ræður.

Jón naut sín greinilega og lék við hvern sinn fingur. Um hann gilti greinilega auglýsingin sem segir: Þú hættir ekki að leika þér af því þú verður gamall. Þú verður gamall af því þú hættir að leika þér.  

Það væri full ástæða til að dreifa einu eintaki af ræðu Jóns á hvert heimili í landinu.  


Bloggfærslur 22. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband