FLUGVÉLARSMÍÐ OG FYRSTA FLUG

Ég kom eitt sinn í Airbus flugvélaverksmiðjurnar í Toulouse í Frakklandi og fyrir 40 árum setti ég saman fyrstu flugvélina mína að hluta til. Hef því kynnst lítillega flugvélasmíð. Í Toulouse komu hlutar flugvélarinnar frá ýmsum löndum í mörgum heimsálfum.

Flugvélin var ekki tilbúin til flugs fyrr en allir hlutarnir höfðu komið inn á verksmiðjugólfið og verið settir rétt saman. Og vélin gat ekki flogið fyrr en búið var að manna hana með áhöf þar sem valinn maður var í hverju rúmi og hver maður þar sem hann gerði mest gagn.  

Undanfarna daga hef ég fylgst með því starfi sem liggur að baki því að setja saman framboð sem getið hafið sig til flugs i kosningunum í vor með marga farþega innanborðs. Að þvi kemur fólk úr ýmsum áttum rétt eins og flugvélarhlutarnir í Toulouse.

Enn sést ekki fyrir endann á því hvort flugvélin verður flughæf í tæka tíð né að vitað sé út í hörgul um alla áhöfnina sem þarf til að fljúga henni. Nú ríkja pólitískir sviptivindar sem geta haft afgerandi áhrif á möguleikana til flugtaks.

Þetta eru því spennandi dagar fyrir gamlan flugvélasmið.

 


Bloggfærslur 23. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband