11.3.2007 | 15:36
LEITIN AÐ NÝJUM MÁLUM
Liðin vika hefur verið lýsandi fyrir þá leit sem er í gangi að nýjum kosningamálum, öðrum en umhverfismálum. Auðlindaákvæðismálið er glöggt dæmi um það. Nú virðist eiga að keyra þetta mál upp örskömmu fyrir kosningar þótt augljóst sé að svo vandasamt, flókið og umdeilt mál þarfnast miklu meiri tíma og yfirvegunar.
Þessi málsmeðferð núna stingur í stúf við þá viðleitni til vandaðra vinnubragða og varúðar þegar fjallað hefur verið áður um stjórnarskármál. Í Silfri Egils í dag kom líka fram að í tengslum við auðlindaákvæðið er nú allt í einu farið að fjalla um sjávarútvegsmálin og fiskveiðistefnuna eftir að lítið sem ekkert hefur verið talað um þau lengi vel. Ekki mun sú umræða gera málið einfaldara.
Það virðist sannarlega ekkert veita af því að halda á lofti umræðum um umhverfismálin, þann málaflokk sem snýr að hagsmunum ófæddra Íslendinga og ætti að gera næstu kosningar öðruvísi en fyrri kosningar ef tekið er tillit til þeirra hagsmuna sem eru í húfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)