BLEKKINGIN UM HÁLSLÓN

Víglundur Þorsteinsson sagði í Sílfri Egils í dag að með nýju Hálslóni væri verið að endurnýja eldra Hálslón sem var í Hjalladal fyrir ca 700 árum. Þetta er alrangt. Setlónið innan við Kárahnjúka fyrir 700 árum var aðeins fjórðungur af því sem nú er verið að gera, náði ekkert upp á Hálsinn og því út í hött að kalla það Hálslón.

Virkjunarsinnar hafa klifað á því að verið sé að endurheimta eldra Hálslón og að þetta sé hluti af sjálfbærri þróun. Aðspurður um leirinn sem fylli dalinn upp á 400 árum svaraði Víglundur að eftir 400 ár yrðí hægt að gera verðmæti úr þessum leir!

10 milljón tonn af leir munu falla til í lóninu á hverju ári. Eftir 400 ár verður því um 4000 milljónir tonna að ræða sem Víglundur ætlar framtíðarkynslóðum að nýta þarna uppi við jökul á sama tíma og nóg er af hliðstæðu efni niður við ströndina.

Ef þetta eru ekki órar, hvað er þá órar? Í spjallinu  við Víglund spilaði hann gömlu plötuna um kreppuna og atvinnuleysið sem kæmi strax ef ekki yrði haldið áfram á fullri ferð á óstöðvandi virkjanahraðlestinni. Hefur greinilega ekki lesið Draumaland Andra Snæs. Það er efni í annað blogg.  

 


Bloggfærslur 18. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband