YFIRLÝSINGAR INGIBJARGAR

Fáir virtust taka eftir því að Ingibjörg Sólrún sagði á Stöð tvö í gærkvöldi að eftir kosningar yrði hægt að ganga til samninga við Alcan um að fresta stækkun álversins. Einnig að eftir væri að veita virkjanaleyfið og ganga frá málum vegna virkjanananna sem þarf í vegna stækkunarinnar.

Ekki veit ég hvort þetta hefur átt að vera málamiðlun til að friða andstæðar fylkingar krata í firðinum en þessi ummæli Ingibjargar um virkjanaleyfið sem gæti stöðvað virkjanaferlið eru í samræmi við það sem hún sagði við mig um virkjanir í Skagafirði í haust.

Hins vegar sagði hún á fundi hér syðra um daginn að þegar búið væri að gera deiliskipulag yrði ekki aftur snúið. Þetta tvennt rímar ekki alveg saman en Ingibjörg á ekki sjö dagana sæla að vera með í flokki sínum bæði harða stóriðjusinna og eðalgræna stóriðjuandstæðinga sem takast nú á í Hafnarfirði.


FRAMTÍÐARLANDIÐ LIFIR!

Framtíðarlandið stendur sig vel þessa dagana og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að breyta því ekki í sérstakan stjórnmálaflokk fyrir rúmum mánuði. Ég sé ekki eftir því að hafa lagst á þá sveif að halda því heilu og óskiptu í sínu mikilvæga hlutverki á þverpólitísku vígstöðvunum, - sækja síðan fram sérstaklega án tengsla við það á pólitísku vígstöðvunum. 

Það er dásamlegt að sjá fólk úr öllum flokkum sameinast í Framtíðarlandinu í hinni hörðu baráttu sem nú er háð á Íslandi um ómetanleg verðmæti náttúru landsins sem sótt er að af hinni skæðu virkjana- og stóriðjufíkn sem ræður enn ferðinni, því miður.  


Bloggfærslur 20. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband