11.4.2007 | 17:46
SMÁBÁTAR OG STRANDSIGLNINGAR
Í ferð til Egilsstaða og Hornafjarðar í gær kom í ljós að mikill hljómgrunnur er fyrir tillögum Íslandshreyfingarinnar um að veiðar smábáta innan við sex tonn með tvær rúllur verði gefnar frjálsar til þess að opna "glugga" upp í smábátakerfið. Þetta myndi hleypa lífi í mörg sjávarpláss og laða jafnvel að ferðamenn.
Á Egilsstöðum fengust þær upplýsingar að eins tonns umframþungi á 44 tonna flutningabíl ylli tjóni á veginum milli Reykjavíkur og Akureyrar sem næmi allt að einni milljón króna! Við viljum láta reikna út hve mikinn kostnað í vegaviðhaldi má spara með því að ákveðinn hluti af landflutningunum yrði fluttur yfir á strandsiglingaskip.
Hafnir úti á landi hafa orðið af miklum tekjum í töpuðum hafnargjöldum og hugsanlega má með þessu spara þjóðarbúinu fé, færa sveitarsjóðum tekjur og spara útgjöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)