RAUNSÆIÐ OG KVÓTAKERFIÐ

Sá blogg um það að Íslandshreyfingin væri kvótaflokkur af því að ekki er sagt beinum orðum í stefnuyfirlýsingu flokksins að það skuli lagt niður eftir kosningar og kvótinn tekinn af þeim sem hafa umráð yfir honum. En því fer fjarri að hreyfingin sé kvótaflokkur heldur teljum við þvert á móti að kvótakerfið hafi leikið byggðirnar grátt og að það hafi verið grátlegt slys hafi verið þegar menn fengu úthlutað kvótanum í upphafi.

En síðan eru liðin 23 ár og þeir sem nú eiga kvóta hafa flestir keypt hann dýrum dómum. Það er því ekkert einfalt mál að taka hann af þeim án bóta. Í tvennum síðustu kosningum hafa verið uppi raddir um að höggva kerfið í herðar niður eða afnema það í áföngum, - talað um fyrningarleið o. s. frv.

Þetta hefur ekki gerst, - eina bótin hefur verið línuívilnunin. Við erum raunsæ og viljum reyna framkvæmanlega leið til að opna glugga upp í kerfið. Hún felst í tillögu okkar um leyfi 6 tonna báta með tvær rúllur til frjálsra veiða frá 15. apríl til 15. ágúst.

Það má hugsa sér fleiri leiðir til umbóta en allar eru þær vandmeðfarnar. Það er ekki líklegt að samstaða verði um það í næstu ríkisstjórn að kollvarpa kvótakerfinu. Stjórnmál eru list hins mögulega og við viljum því gefa kosningaloforð sem hægt er að standa við og sjá til með annað sem erfitt er eða umdeilanlegt að framkvæma.

Með tillögu okkar er hægt að sýna vilja í verki. Við munum halda áfram að gagnrýna kvótakerfið harðlega og þrýsta á um breytingar í fiskveiðistjórnunarmálum því að við erum ekki kvótaflokkur, - svo einfalt er það.  


Bloggfærslur 15. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband