18.4.2007 | 14:26
VINSÆLDIR REYKSPÚANDI VERKSMIÐJA
Fyrir 70 til 100 árum nutu hugmyndir um stóriðju og reykspúandi verksmiðjur mikilla vinsælda víða um lönd. Síðan hefur þetta breyst en þessar hugmyndir virðast enn njóta fylgis hér á landi samanber nýjasta útspilið um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum sem þarf 1,2 ferkílómetra rými og mun blása út í loftið samkvæmt sænskum staðli, sem NSÍ vitnar í, þriðjungi þess útblásturs sem var hér á landi 1990.
Mér skilst að nú sé búið að leggja niður um eitt hundrað olíuhreinsistöðvar í Bandaríkjunum en svo virðist sem hér á landi ætli menn að taka upp svipaða stefnu og og í álverakapphlaupinu: Að reisa verksmiðjur hér á landi sem nágrannaþjóðirnar vilja ekki sjá hjá sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)