OLÍUHREINSISTÖÐINA Á REYÐARFJÖRÐ !

Júlíus Sólnes upplýsir í útvarpinu í kvöld að fyrir tíu árum hafi eina leiðin til að fá olíuhreinsistöð til Íslands verið sú að hafa hana á Austfjörðum því að siglingaleiðin vestur fyrir Vestfirðí væri alltof löng. Upplýsingum Júlíusar ber alls ekki saman við upplýsingarnar sem nú er veifað. Júlíus segir útblástursmengun olíuhreinsistöðvarinnar slaga upp í álver en þeir sem nú vilja reisa olíuhreinsistöð vestra  segja hana vera miklu minni.

Júlíus, sem er fyrrverandi umhverfisráðherra, segir ekkert rými innan Kyotobókunarinnar fyrir hreinsistöðina vegna fyrirferðar álveranna sem menn dreymir um að reisa hér á landi. 

En þetta getur varla verið vandamál. Í upphafi átti að nægja að reisa 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði en síðan var það þrefaldað. Í samræmi við það hvernig hugmyndirnar um svona starfsemi blása út er alveg gráupplagt að reisa olíuhreinsitöðina eystra ef niðurstaðan verður sú að Vestfirðingar sitji eftir með sárt ennið.

Síðan má viðra nýja verksmiðjuhugmynd fyrir Vestfirðinga kortéri fyrir kosningar 2011.     


Bloggfærslur 20. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband