ÁLVERADÝRÐIN OG DÁSEMDIN

Mikil var nú álveradýrðin og dásemdin í ljósvakamiðlunum í kvöld. Von á 2000 nýjum borgurum í Fjarðabyggð sem margfeldisáhrif 450 starfa í álverinu, 500 fleiri en Nýsir reiknaði út að þarna myndi fjölga. Ekki minnst á það í fréttum að þrátt fyrir veru allt að 2000 starfsmanna á svæðinu þegar mest var fjölgaði íslenskum íbúum ekki á Austurlandi.

Þegar allir þessir starfsmenn við framkvæmdirnar verða farnir reikna álversmenn samt með að 2000 manns muni flytja inn á svæðið ef marka má fréttaflutninginn!

Annað er eftir þessu. Mikið gumað af 53ja milljarða ársframleiðslu álversins. Þetta er þó aðeins bókhaldsatriði því Alcoa á álverið og tekur þetta söluvirði til sín.

Gott er að hafa til hliðsjónar erindi Harðar Arnarsonar forstjóra Marels þar sem hann tætir niður þau rök að þessi framkvæmd sé arðsöm, - þvert á móti er arðsemin langt fyrir neðan það sem einkafyrirtæki telja viðunandi.

Hörður telur upp langan lista að fríðindum sem Alcoa nýtur á ótal sviðum opinberra gjalda og gleymir þó að taka það með að Impregilo hefur allan virkjunartímann fengið ókeypis rafmagn sem nemur framleiðslu Lagarfossvirkjunar.

Innlendur virðisauki af áltonni er 27 þúsund krónur en af hverjum ferðamanni 93 þúsund krónur eins og kemur fram annars staðar í bloggi mínu. Ef þessir 120 milljarðar hefðu verið settir í ferðaþjónustu eða betri flugvöll eystra og uppbyggingu í störfum sem byggjast á hugviti og aðdráttarafli einstæðrar náttúru sem nú hefur verið stórlöskuð væri framtíð Austurlands bjartari þegar til lengri tíma er litið.


Bloggfærslur 23. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband