25.4.2007 | 12:33
BREIDD MEÐAL FRAMBJÓÐENDA
Í gærkvöldi mátti sjá á skjánum sýnishorn af þeirri breidd sem er meðal frambjóðenda Íslandshreyfingarinnar, sem geta teflt fram talsmönnum sem þekkja mismunandi svið þjóðlífsins af eigin raun. Málefni aldraðra og öryrkja hafa verið fyrirferðarmikil og það geislaði af Sigurlínu Margréti í Sjónvarpinu í gærkvöldi á heimavelli á félagsmálasviðinu með aðstoð túlks.
Í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður er Ólafur Hannibalsson, frábær fulltrúi eldri borgara, sem þegar hefur látið að sér kveða á skjánum.
Í fjórða sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður er Elvira Mendes sem er ekki aðeins innflytjandi, heldur doktor í Evrópurétti. Í þriðja sæti er hámenntuð og glæsileg kona, Sigríður Þorgeirsdóttir, og í öðru sæti er Ósk Vilhjálmsdóttir, sem auk fórnfúss starfs við að ganga með þúsund manns um Káranhjúkasvæðið undanfarin sumur, á að baki langa reynslu af ferðaþjónustu.
Efst á lista í Suðurkjördæmi er hin fjölmenntaða Ásta Þorleifsdóttir, sem þekkir út í hörgul náttúru og mörg önnur svið.
Efsti maður í Suðvesturkjördæmi er Jakob Frímann Magnsússon, sem er með á nótunum í lista- og menntamálum, auk þess sem hann gekkst fyrir ferð Græna hersins um allt land á sínum tíma með þátttöku 1500 manns og var einn af forystumönnum baráttunnar í Eyjabakkamálinu.
Mikið jafnræði er með körlum og konum á öllum aldri á framboðslistum. Já, sjtórnmál eru endurnýjanleg auðlind!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)