GRÆNT FRELSI, JAFNRÉTTI OG NÝSKÖPUN.

Í fyrrnefndum fjórum orðum má túlka sérstöðu Íslandshreyfingarinnar. Hún er ekki úti á kanti í vinstra-hægra litrófinu í íslenskum stjórnmálum heldur byggð á grænum grunni en vill breyta áherslum með því að ná fram því umhverfi frelsis í þjóðfélaginu að famtak og frumkvæði einstaklinga, hópa og félaga fái notið sín best í sátt við umhverfið.

Það er ófrelsi og misrétti að moka inn í landið risaálverum sem ryðja öðru burtu og heimta alla virkjanlega orku landsins á spottprís með ómælanlegum spjöllum á mesta verðmæti landsins, einstæðri náttúru.

Það er heldur ekki jafnrétti að þúsundir þjóðfélagsþegna búi við ólíðandi kjör og að þjóðfélag, sem er mun ríkara nú en fyrir tólf árum, hafi ekki efni á að hafa hér svipuð skattleysismörk að raungildi og voru 1995.

Og það þarf ekki annað en að heyra skoðanir framkvæmdastjóra og fulltrúa þekkingar- hátækni- sprota- og útrásarfyrirtækja á ruðningsáhrifum, þenslu, okurvöxtum og sveiflum stóriðjustefnunnar til að átta sig á því hvernig þessi stefna hefur hamlað gegn nýsköpun.

Þess vegna er þörf á Íslandshreyfingunni, því eina leiðin til að breyta um kúrs í næstu kosningum og fá fram vilja 58 prósent þjóðarinnar um stóriðjuhlé í 5 ár, er að I-listinn nái mönnum á þing.


Bloggfærslur 26. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband