27.4.2007 | 23:31
JAFNRÉTTI Á ÖLLUM SVIÐUM.
Íslandshreyfingin er jafnréttisflokkur og það sést vel á framboðslistunum. Fólk á ekki að líða fyrir það hvernig Guð skapaði það. Þótt það sé ekki tiltekið sérstaklega í stefnuskránni okkar enn er það mín skoðun að jafnréttishugsun okkar feli það í sér að ekki eigi að mismuna fólki eftir kynhneigð.
Þess vegna er það mín skoðun að tveir samkynhneigðir einstaklingar sem elska hvor annan og vilja heita hvor öðrum eilífri tryggð eigi eins að fá gera það með blessun Guðs, skapara síns fyrir milligöngu prests. Hann er í hlutverki þess sem gerir gilt þetta heitorð og þessa sambúð fyrir Guði og mönnum. Um þetta gildir kærleiksboðorðið.
Þegar ég var strákur kom í ljós að einn strákurinn í götunni var frá upphafi öðruvísi en við hinir, - hann lék sér að dúkkum og hegðaði sér meira eins og stelpa en strákur. Síðan eru liðin meira en 60 ár og þær þjáningar eru meiri en orð fá lýst sem þessi vinur minn hefur mátt þola allt sitt líf vegna þess sem hann ekkert gert að heldur var honum greinilega áskapað án þess að hann gæti nokkru um það ráðið.
Þegar þessi mál ber á góma nægir mér að hugsa til þessa góða æskuvinar míns og allra hinna sem hafa orðið að ganga í gegnum svipað og hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.4.2007 | 13:13
LÍNUR SKÝRAST.
Sex framboð skiluðu inn gögnum í öllum kjördæmum í dag og á hádegi á morgun verður endanlega úrskurðað um gildi þessara gagna. Baráttusamtökin náðu aðeins að skila inn gögnum í einu kjördæmi. Þar með stefnir í kosningar þar sem einn nýr flokkur verður í lykilaðstöðu til að koma í veg fyrir möguleikann á hreinni stóriðjustjórn. Á hádegi á morgun verður endanlega úrskurðað um gildi gagnanna sem lögð voru inn í dag og þá hefst hinn raunverulegi endasprettur sem öllu mun ráða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)