"SMÁTT Í SNIÐUM".

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að álverið í Helguvík verði "smátt í sniðum". Hann notar þessi orð um álver sem byggt verður í tveimur 125 þúsund tonna áföngum og verður 250 þúsund tonn. Álverið í Reyðarfirði er 340 þúsund tonn, - frekar "smátt í sniðum." Álverið í Straumsvík er núna 180 þúsund tonn, - aðeins smærra í sniðum" og þarf þess vegna að næstum þrefalda það svo það verði samkeppnisfært. 

Já, STÓR-iðjan er svo "smá í sniðum", einkum þegar í ljós kemur í Helguvík, rétt eins og í Straumsvík, að það þurfi að stækka álverið í Helguvík í 500 þúsund tonn vegna þess að annars verður það ekki samkeppnisfært. Samtals verða álver Alcan ef það rís á Keilisnesi plús álverið í Helguvík 710 þúsund tonn og eftir stækkun i Helguvík alls 960 þúsund tonn.

Leggjum svo fyrirhugað álver í Þorlákshöfn við og útkoman er 1210 þúsund tonn, en 1460 þúsund tonn eftir nauðsynlega stækkun í Þorlákshöfn. Þessi smáu álver þurfa þá orku á við fjórar Kárahnjúkavirkjanir. Smátt í sniðum. Er ekki tilvalið að breyta orðinu stóriðja í smáiðja? Orwell hefði elskað það.


Bloggfærslur 7. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband