BARNAUPPFRÆÐSLA GUÐLAUGS ÞÓRS.

Lengi getur vont versnað. Fyrir nokkrum dögum bloggaði ég um þá ótrúlegu sögufölsun sem birtist á áróðursspjaldi Sjálfstæðisflokksins þar sem því er blákalt haldið fram að flokkurinn hafi haft forystu um og barist fyrir náttúruvernd hér á landi. Ekki þarf annað en að kynna sér baráttu náttúruverndarfólks undanfarin ár til að sjá að þetta er algert öfugmæli, - ævinlega þegar deilur hafa staðið um virkjanir hefur flokkurinn staðið með virkjunum en á móti náttúruvernd.

Dæmi: Fljótsdalsvirkjun, Eyjabakkar, Kárahnjúkavirkjun, Langisjór, Norðlingaölduveita, Ölkelduháls, Kerlingarfjöll, Skjálfandafljót o. s. frv.  

Ég var að vona að það væru PR-spunadoktorar flokksins sem hefðu gert þetta spjald en í gærkvöldi kom í ljós að þetta kemur úr innsta hring. Bláeygur drengur spurði Guðlaug Þór Þórðarson í Kastljósi um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til náttúrunnar og Guðlaugur endurtók hina ótrúlegu sögufölsun án þess að depla auga.

Það er sök sér að gauka ósannindum að fullorðnu fólki sem sér í gegnum þau. Verra er að gera það gagnvart saklausum börnum. Ég vona að barnabörn mín eigi ekki eftir að njóta uppfræðslu af þessu tagi. 


Bloggfærslur 10. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband