FRAMSÓKN GETUR EKKI HÆTT

Forystumenn Framsóknar voru með digurbarkalegar yfirlýsingar fyrir kosningar um að flokkurinn væri hættur í ríkisstjórn ef hann fengi ekki góða útkomu. Auðvitað var ekkert að marka þetta. Á tólf ára slímsetu hafa stjórnarflokkarnir byggt upp valdakerfi sem ekki er hægt að slíta sig frá.

Tilboð VG og Samfylkingar um að Framsókn yrði utan stjórnar og verði vinstri stjórn falli er fráleitt miðað við þá sterku samningsstöðu sem Framsókn hefur og byggist á því að eina ferðina enn er flokkurinn í óskastöðu á miðjunni þrátt fyrir tap.

Þetta er sama staðan og flokkurinn hafði 1978 og spilaði svo frábærlega úr þá sem tilhlaupi yfir í kosningasigur árið eftir.

Það eina sem þetta tilboð gerir er að ergja Framsóknarmenn. Nú er sennilega of seint að bjóða Framsókn að vera með í stjórn eins og átti að gera strax í byrjun.

En það sýnir muninn á 1978 og 2007 að 1978 sagði stjórn af sér sem hafði fjögurra sæta meirihluta á þingi og 55 prósent þjóðarinnar á bak við sig. Þá lásu menn skilaboð frá þjóðinni en ekki nú.


Bloggfærslur 15. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband