HERNAÐURINN GEGN LANDINU - ÞJÓRSÁRVER

Fyrst nú hef ég haft tíma til að lesa til hlítar hina frábæru bók Guðmundar Páls Ólafssonar með ofangreindu nafni. Þetta ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem hafa áhuga á umhverfis- og virkjanamálum því hún leiðir svo glögglega í ljós hve langt við Íslendingar erum á eftir nágrannaþjóðunum í þessum málum og hve firrt og brjálæðisleg virkjanfíknin hefur verið.

Það er íhugunarefni hve litla umfjöllun þessi snilldarbók hefur fengið en mér skilst að nálægð kosninganna hafi átt stóran þátt í því. Það vekur aftur spurningar um vanþroska lýðræðisins hér á landi, - að í stað þess að fjölmiðlar grípi fegins hendi slíkt grundvallarrit til þess að skerpa rökræðu um þessi mikilsverðu mál, - skuli menn víkja hinni nauðsynlegu bók til hliðar, að því er virðist á þeim forsendum að trufla ekki kosningabaráttuna.


Bloggfærslur 19. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband