20.5.2007 | 14:35
ATHYGLISVERÐAR ÁHYGGJUR SIVJAR
Athyglisverðar voru þær áhyggjur Sivjar Friðleifsdóttur í sjónvarpsviðtali að hætta væri á að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu orkuauðlindanna yrði að veruleika. Siv ætti að vita hvað hún er að tala um eftir 12 ára samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sem meðal annars hefur birst í því í hvaða nöfn glyttir í í sambandi við það sem er að gerast á orkusviðinu, bæðí hjá Landsvirkjun og í sambandi við kaup á 15 prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Nú má búast við því að Páli Magnússyni verði skipt út sem stjórnarformanni Landvirkjunar og að í staðinn komi fulltrúi nýrrar ríkisstjórnar.
Það verður fróðlegt að sjá hver verða næstu skref í sambandi við frekari einkavæðinu í orkugeiranum en vonandi munu Framsóknarmenn notfæra sér vitneskju sína um það hvernig kaupin gerast á eyrinni í þeim efnum og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar varðandi eignarhald á auðlindinni.
Siv, ég treysti á þig og þína að bæta að einhverju leyti fyrir það sem gerðist í fortíðinni þótt erfitt sé að jafna upp það sem gerðist í Kárahnjúkamálinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)