TVÖFÖLD ARFLEIFÐ FRAMSÓKNAR

Á Flateyri sjá menn nú merki um tvöfalda arfleifð Framsóknar. Í bæði skiptin var flokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, fyrst þegar sjávarauðlindin var afhent útvöldum án endurgjalds með kvótakerfinu í stjórnartíð þessara helmingaskiptaflokka 1983 - 87. Seinna örlagaárið var 2003 þegar Framsókn setti af stað þensluna miklu með tvöföldum þensluhvata: Stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og kosningaloforðinu um húsnæðislánasprengingu.

Þetta tvennt er óbeint nefnt á Flateyri sem orsakir ástandsins þar, - annars vegar afleiðingar kvótakerfisins og hins vegar hátt gengi krónunnar, sem fylgdi í kjölfar þenslusprengju Framsóknar.

Nú á Framsókn möguleika á að gera svipað og þegar alkinn fer í meðferð, - viðurkenna mistökin og taka upp nýja stefnu. Mikið væri nú gott ef þessi flokkur gæti um síðir orðið að þeim umbótaflokki sem ætíð stóð til að hann yrði.   


Bloggfærslur 21. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband