NÝTT TILEFNI DAGLEGA TIL ÁFRAMHALDS.

Daglega gerast nú viðburðir sem gefa Íslandshreyfingunni og umhverfisverndarfólki yfirleitt tilefni til að halda áfram starfi sínu og efla það. Í gær var það Alcan-heimsókn til Þorlákshafnar,  -  í morgun var það hugmyndin um að sniðganga höfnun Hafnfirðinga á stækkun álversins í Straumsvík með því að stækka það til vesturs í staðinn fyrir að stækka það til austurs! Í kvöld var því lýst í Sjónvarpinu hvernig Álfurstarnir flögra um í sumarskapi eins og geitungar að finna nýja staði fyrir bú sín.

Fulltrúar þriggja álfyrirtækja keppast við að tryggja sér það sem eftir verður af efnahaglegri virkjanlegri orku landsins til álframleiðslu með ómældu tjóni á einstæðri náttúru landsins.

Í misvísandi yfirlýsingum ráðherra og loðnum stjórnarsáttmála er því miður ekki hægt að finna neina tryggingu fyrir því að hlé á stóriðjuundirbúningi verði nokkuð meira en þótt gamla stjórnin hefði haldið áfram.

Eina vonin er að umhverfisverndarfólk í stjórnarflokkunum standist þrýstinginn en til þess þarf það á öflugum stuðningi og aðhaldi að halda sjá fréttatilkynningu um að halda áfram og efla starf Íslandshreyfingarinnar.    


mbl.is Innra starf Íslandshreyfingarinnar verður eflt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband