SÖMU KJÖR FYRIR ÁL OG KÁL!

Þetta var eitt af slagorðum Íslandshreyfingarinnar fyrir síðustu kosningar, komið úr smiðju Jakobs Frímanns Magnússonar og einkum borið fram að ungliðum hreyfingarinnar, sem dreifðu miða með því.

Ekki þarf að fjölyrða um skeleggan málflutning Ástu Þorleifsdóttur og annarra frambjóðenda hreyfingarinnar í kosningabaráttunni á Suðurlandi þar sem hagsmunir garðyrkjubænda eru mestir.

Nú hefur viðskiptaráðherra tekið undir þetta og er það vel.

Það hefur alla tíð verið notað sem afsökun fyrir óheyrilegum verðmun á rafmagni fyrir ál og almenn not að álverin noti orkuna stöðugt allan sólarhringinn árið um kring en ekki mismunandi mikið eftir aðstæðum.

Þetta á ekki við um garðyrkjubændur í sama mæli og aðra almenna notendur og hefði átt að vera búið að jafna þennan mun fyrir mörgum áratugum.

Nú er bara að sjá hverjar efndirnar verða hjá nýjum viðskiptaráðherra.


Bloggfærslur 23. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband