28.7.2007 | 00:19
EYJAGÖNG OG HÉÐINSFJARÐARGÖNG.
Eitt af fyrstu verkum Kristjáns Möller sem samgönguráðherra um að slá af Eyjagöng vekur upp hugrenningar um þessa hugmynd og göngin sem sami Kristján barðist svo ákaft fyrir á sínum tíma, - Héðinsfjarðargöngin. Þótt Kristján hafi nú staðið að ákvörðunum um hvort tveggja á ýmislegt eftir að koma betur í ljós síðar þegar menn kanna aðdraganda og aðferðir við þessara ákvarðanir. Ég bendi á næsta blogg mitt á undan þessu um þetta mál.
![]() |
Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.7.2007 | 00:04
EYJAGÖNG, - EKKI ÞAU FYRSTU ÚT Á ENDASTÖÐ.
Göng út á endastöð gera ekki eins mikið gagn og göng sem gagnast mörgum landshlutum líkt og Hvalfjarðargöngin gera. Þetta er einn helsti ókostur Héðinsfjarðarganga og hefði verið hægt að komast hjá honum með því að fara þá leið sem Trausti Sveinsson lagði til. Með því að fara þá leið hefði unnist tvennt sem ekki vinnst með Héðinsfjarðargöngum:
1. Siglfirðingar hefðu fengið örugga leið yfir í Skagafjörð í stað hins hættulega og ótrausta vegar um Almenninga.
2. Skapast hefði örugg heilsárs hringleið um Tröllaskaga.
Eyjagöng líta út fyrir að vera göng út á endastöð en yrðu það ekki að öllu leyti ef höfnin þar yrði stækkuð og nýttist þannig til að stytta meginflutningaleiðina á sjó til landsins.
En þá er líka spurningin hvort með því að gera Eyjar að slíkri samgöngumiðstöð erils og hávaða sé fórnað þeim töfrum sem þær hafa eins og þær eru nú, - hvort þær séu að því leyti hliðstæðar Héðinsfirði.
Það er stór ókostur við Héðinsfjarðargöng, sem aldrei var reiknaður til fjár, að með þeim er eyðilagt sívaxandi gildi Héðinsfjarðar sem eina óbyggða fjarðarins frá Ófeigsfirði á Ströndum allt austur til Loðmundarfjarðar.
Vonandi fara einhverjir síðar ofan í baráttu Trausta Sveinssonar við ofurefli stjórnmálamanna, sem horfðu á samgöngumálin yst við Eyjafjörð út frá þröngum sjónarhóli samgangna um Norðausturkjördæmi, rétt eins og ekkert væri fyrir vestan kjördæmamörkin um miðjan Tröllaskaga.
Í því máli beittu þeir svipaðri þrákelkni og ofurkappi og lagt var í upphafi á hugmyndina um trukkaveg um Stórasand og Arnarvatnsheiði sem góðu heilli hefur ekki fengist fram.
Ég fylgdist á sínum tíma nokkuð vel með baráttu Trausta sem fórnaði öllu sínu fyrir sinn málstað en galt þess að þeir sem höfðu völdin og peningana gátu notað sér hrikalegan aðstöðumun.
Slíkur aðstöðumunur er í raun brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Í löggjöf fjölmargra nágrannalanda okkar er hinu opinbera skylt að veita fé til þeirra sem þurfa að greiða fyrir rannsóknir og málafylgju í rökræðu gegn opinberu valdi og berjast í því efni við aðila sem hafa, eins og áður sagði, yfirburði valda, aðstöðu og fjármagns.
Íslendingar eru eina þjóðin í okkar heimshluta sem ekki hafa staðfest svonefndan Árósasáttmála sem kveður á um þetta efni.
Héiðinfjarðargöngin, Kárahnjúkavirkjun og margar aðrar slíkar framkvæmdir eru dæmi um það hvernig þeir sem höfðu yfirburði í völdum, áhrifum og fjármunum, fengu sitt fram og vilja halda áfram að fá sitt fram.
Enda bólar ekkert á staðfestingu á Árósasáttmálanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)