ÞÓRUNN OG ÖSSUR, YKKAR TÍMI ER KOMINN EÐA HVAÐ?

Það hefur legið ljóst fyrir síðustu misserin hvernig menn hafa farið á ráði sínu í framkvæmdagleðinni á ýmsum stöðum við virkjanir.  Öll kurl eru ekki komin til grafar í Múlavirkjun ef marka má frásögn vinar míns í kvöld sem segir frá mikilli röskun á jarðvegi í Hraunsfjarðarvatni, sem liggur þétt norðan að Baulárvallavatni. Allar götur þaðan norður i Hraunsfjörð blasa við ljótar efnistökunámur og má segja að nú sé allt svæðið frá Straumfjarðará norður í Hraunsfjörð orðið að sorglegu minnismerki um þá framkvæmdagleði á þessu svæði sem hefur skaðað ásýnd þess og orðstír Snæfellinga.

Engu virðist hafa skipt þótt margtuggið hafi verið í fréttum um þessi spjöll öll og er skemmst að minnast algerlega óþarfra spjalla við mynni litfegursta gils á öllu Suðvesturlandi, en það eru Sogin við Trölladyngju.

Um það var fjallað í fréttum Sjónvarpsins með ítarlegri myndvinnslu án þess að það virtist hafa nokkur áhrif.

Afspyrnu vond vegagerð á fráleitu vegastæði og sögun stóreflis borplans inn í græna hlíð við mynni þessa stórkostlega gils kom hvorki á borð Skipulagsstofnunar né Umhverfisráðuneytisins heldur var þetta gert í krafti rannsóknaleyfis.

Það er fyrir löng kominn tími til að nýjir umhverfis- og iðnaðarráðherrar láti til sín taka í að breyta þeim lögum, sem gefa færi á svona framkvæmdum.

Jóhanna Sigurðardóttir segir þessa dagana: Minn tími er kominn!

Hvað um ykkur, Þórunn og Össurar? Er ykkar tími ekki kominn?  


mbl.is Ráðherra leggur til að stjórnsýsla lítilla virkjana verði tekin til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband