HVER SEM ER, HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER.

Þetta var fyrirsögn á bloggi hjá mér fyrir nokkrum vikum og sagan endurtekur sig. Stundum er sagt í hálfkæringi við menn sem lenda í svipuðu og maður sjálfur: Velkominn í klúbbinn. Þetta er gert til að hughreysta viðkomandi og sýna honum samstöðu. Ég finn til samkenndar með Eiði Smára og vil bæði hughreysta hann og votta samstöðu en því miður er fjarri því að ég geti boðið neinn velkominn í þennan "klúbb" þeirra sem hafa orðið fyrir fyrirvaralausri árásum á götum Reykjavíkur.

Ekkert lát er á þessari óöld, einum misþyrmt í fyrradag, annar laminn í gær, - hver er næstur?

Eiður Smári er kurteis maður og ljúfur og segir að sér finnist þetta leiðinlegt. Ég tek undir honum hvað það varðar en þetta er ekki bara leiðinlegt, - það er ekki líðandi að fólk sé í meiri hættu í okkar góðu borg en í glæpahverfum erlendra stórborga.   


mbl.is Veist að Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband