11.8.2007 | 22:42
30 ÁRA ALDURSTAKMARK VIÐ LAUGARVATN.
Mikið hefur verið rætt og deilt um 23ja ára aldurstakmarkið sem sett var á þá sem vildu tjalda á tjaldsvæðinu á Akureyri um verslunarmannahelgina. En nú hef ég frétt að þetta hafi viðgengist á tjaldsvæðinu við Laugarvatn án þess að það virðist hafa vakið athygli eða deilur, og ekki bara það, - aldurstakmarkið við Laugarvatn er víst hvorki meira né minna en 30 ár!
Tvær tvitugar íþróttakonur úr Reykjavík, stakar bindindiskonur og landsliðskonur í frjálsum íþróttum fóru nýlega austur og ætluðu að æfa sig á völlum og brautum staðarins þar sem eru mjög góðar aðstæður til slíks. En viti menn, þeim var bannað að tjalda af því að þær væru ekki komnar á fertugsaldur!
Hvert stefnir þetta? Endar það með því að takmarkið verður það sama og að fá að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, að vera orðinn 35 ára?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)