30 ÁRA ALDURSTAKMARK VIÐ LAUGARVATN.

Mikið hefur verið rætt og deilt um 23ja ára aldurstakmarkið sem sett var á þá sem vildu tjalda á tjaldsvæðinu á Akureyri um verslunarmannahelgina. En nú hef ég frétt að þetta hafi viðgengist á tjaldsvæðinu við Laugarvatn án þess að það virðist hafa vakið athygli eða deilur, og ekki bara það, - aldurstakmarkið við Laugarvatn er víst hvorki meira né minna en 30 ár!

Tvær tvitugar íþróttakonur úr Reykjavík, stakar bindindiskonur og landsliðskonur í frjálsum íþróttum fóru nýlega austur og ætluðu að æfa sig á völlum og brautum staðarins þar sem eru mjög góðar aðstæður til slíks. En viti menn, þeim var bannað að tjalda af því að þær væru ekki komnar á fertugsaldur!

Hvert stefnir þetta? Endar það með því að takmarkið verður það sama og að fá að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, að vera orðinn 35 ára? 


Bloggfærslur 11. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband