ÓHÁÐA RANNSÓKN Á ALLT FERLIÐ !

Grímseyjarferjuhneykslið er ekki það fyrsta í íslenskri samgöngusögu og þetta er ekki í fyrsta skipti sem er ákveðin lykt af slæmum áhrifum pólitískra afskipta af málinu, - ekki bara um að kenna ráðgjöf eins manns. Þetta minnir á það þegar ákveðið var á sínum tíma að smíða flóabátinn Baldur hér heima til að efla innlenda skipasmíði í kjördæminu og útkoman varð of dýrt, of þungt, of hægfara, eyðslufrekt og djúprist skip sem kallaði á dýrari hafnarframkvæmdir við Brjánslæk en reiknað hafði verið með.

En menn eiga greinilega erfitt með að læra af mistökum fortíðarinnar og hafa því búið til margfalt verra mál.

Í fljótu bragði virðist sem Grímseyjarferjumálið angi af ýmis konar afskiptum sem stönguðust á og undu upp á sig í einu stærsta vandaræðamáli síðari ára á þessum vettvangi.

Þetta mál kallar á umfjöllun óháðra utanaðkomandi aðila sem fara ekki aðeins yfir þátt Vegagerðarinnar og ráðgjafa hennar í málinu, heldur þann þátt sem stjórnmálamenn í héraði og á landsvísu áttu í því að búa til þann óskapnað sem hér er á ferð. 

Gott ef þarf ekki að leita út fyrir landsteinana að þeim sem geti tekið þetta mál almennilega fyrir, - í hinu litla samfélagi hér heima þar sem allir tengjast öllum er líklega illgerlegt að hreinsa hér almennilega til svo að hægt sé að læra af því fyrir framtíðina.


mbl.is Segir samgönguráðherra gera sig að blóraböggli í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband