BORGAÐ FYRIR LOSUNARKVÓTA, - KREFJANDI MÁL.

Sú afstaða margra Íslendinga að yppta öxlum yfir Kyotobókuninni og láta sér á sama standa hvernig við förum a ráði okkar í losun gróðurhúsalofttegunda er ekki ábyrg og gengur ekki til lengdar. Mér hugnast ekki sú afstaða margra að við eigum að segja sig undan alþjóðlegu samstarfi, verða "frjáls" í þessum efnum og fara okkar fram, reisa olíuhreinsistöðvar og risaálver og virkja alla orku landsins sundur og saman án tillits til þeirra óheyrilegu spjalla sem slíkt veldur.

Þeir sem halda fram svona sjónarmiðum í nafni hreinna peningasjónarmiða og segja að stefna umhverfisverndarmanna sé "lífskjararýrnunarstefna" líta alveg framhjá því hvers virði svonefnd viðskiptavild getur verið, - að ímynd fyrirtækis eða þjóðar geti verið meira virði í hreinum fjármunum talið en allar aðrar eigur.

Í upphafi skyldi endinn skoða, - sá tilgangur að sex risaálver á Íslandi verði lausn í atvinnumálum Íslendinga næst ekki þegar þess er gætt að á endanum munu aðeins um 2% af vinnuafli landsmanna verða í þessum álverum öllum til samans.

Í raun er það slæmt að álverin sem nú ryðjast hér fram skuli sleppa við að borga fyrir þá losun sem þeim fellur í skaut. Nóg er samt að gert í því að láta þeim í té raforku á verði sem stendur undir auglýsingunni frægu sem send var helstu álrisum heims 1995 með orðin "lowest energiprizes" sem þungamiðju.


mbl.is Losunarheimildir verða ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband