ELLERT OG ÓSKOÐUÐU NÁTTURUPERLURNAR.

Í blaðagrein lýsir Ellert Schram kynnum sínum af Urriðafossi og vill koma honum til varnar. Mikið vildi ég óska að þessi drenglundaði og góði maður skoðaði líka Gljúfurleitarfoss, Dynk og stóru fossana sem verða þurrkaðir upp þegar Jökulsá í Fljótsdal verður beisluð. Að ég ekki tali um svæðið við Leirhnjúk og Gjástykki sem og mörg fleiri fyrirhuguð virkjanasvæði.

 Grein Ellerts lýsir í hnotskurn hvernig þekking á því hvaða náttúruverðmætum á að fórna fyrir smánarfé hefur áhrif á mat fólks.

Þess vegna hefur það verið og verður helsta keppikefli hinna virkjanafíknu stóriðjusinna að koma með öllum ráðum í veg fyrir að fólki séu kynntir allir málavextir áður en vaðið er áfram á svipaðan hátt og verið hefur.

Því miður er þegar búið að ræna Dynk, magnaðasta stórfoss Íslands 40 prósentum af vatnsmagni sínu. Og samt hygg ég að Ellert myndi nota stærri lýsingarorð um hann en Urriðafoss ef hann kæmist að honum og nyti afls hans og fegurðar.

Áfram Ellert! Það var gott að fá þig á þing.


Bloggfærslur 6. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband