16.9.2007 | 18:26
VERÐMÆTI TILFINNINGANNA.
Veldi tilfinninganna heitir stórgóður pistill Davíðs Þórs Jónssonar í fréttablaðinu. Hann leiðir hugann að verðmæti tilfinninganna sem margir vilja oft gera sem minnst úr. Þessir menn tefla þeim gegn peningalegum verðmætum, - tala niðrandi um þá sem telja verðmæti ekki eingöngu felast i mælanlegum verðmætum. Oft vill gleymast að velsæld snýst um tilfinningar, - um öryggistilfinningu eigin húsnæðis og góðrar arvinnu, - um vellíðan og lífsnautn sem peningar geta keypt.
Þegar menn gera lítið úr þeirri lífsnautn sem felst í að varðveita stórbrotið umhverfi og náttúru eru þeir að leggja mismunandi mælikvarða á tilfinningar, hefja hluta þeirra upp til skýjanna en tala með lítilsvirðingu um aðrar.
Sem dæmi um verðmæti tilfinninga má nefna að nú er hlutur lista, tónlistar, kvikmynda, bókmennta o. s. frv. orðinn stærri í þjóðarframleiðslunni en landbúnaður.
Hér er um hreina framleiðslu á fóðri fyrir tilfinnigar að ræða svo notað sé efnishyggjulegt orðalag, og tilvist Bjarkar, Sigurrósar, íslensku kvikmyndanna, Gullfoss, Geysis, Vatnajökuls, Öskju og einstæðra náttúru er hægt að meta til gríðarlegra fjármuna ekki síður en tonna af áli og þorski.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)