HVAÐ VERÐUR "FRESTURINN" MÖRG ÁR?

Það eru liðin meira en fjögur ár síðan ástandið skapaðist sem Guðmundur Gunnarsson lýsir og aðeins einu sinni hefur vinna verið stöðvuð á afmörkuðu svæði eystra í nokkra daga, en þá þurfti banaslys til. Þess vegna er ólíklegt að rútuslysið núna nægi til annars að vera annað en óheppilegt í hugum þeirra sem brjóta stanslaust á erlendum launamönnum og voru svo óheppnir að bilun í hemlum einnar rútu afhjúpaði ástandið.

Hvað skyldu hafa verið gefnir margir "frestir" í öll þess ár og hvers vegna skyldu þeir frekar virka nú en endranær? Minni á fyrra blogg mitt um þetta efni hér fyrir neðan og athugasemdir við það.


mbl.is Formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýnir Vinnumálastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓHEPPILEGT RÚTUSLYS

Var að koma að austan og ók þrisvar í dag og í gær niður Bessastaðabrekku í Fljótsdal. Vonandi verða allir heilir sem slösuðust í rútuslysinu þar á dögunum. Þessi brekka og brekkan niður Hellisheiði eystri á suðurleið eru með mikilli fallhæð og því áríðandi að hemlum sé ekki ofgert. En að allt öðru. Rútuslysið var líka óheppilegt vegna þess að ef það hefði ekki átt sér stað hefði ekki komist upp hvernig komið er fram við erlent verkafólk. Hægt hefði verið að halda áfram til síðustu verkloka á Kárahnjúkasvæðinu án þess að upp kæmist um eitt eða neitt. Sem virðist hafa verið og verða stefnan í þessum málum.

En auðvitað leysist þetta deilumál með því að aldrei verður staðið við hótanirnar um stöðvun vinnu, heldur haldnir nauðsynlegir sex stunda samningafundir eftir því sem tilefni gefast til. Þótt 1-2000 manns séu við vinnu hér á landi utan kerfis og réttinda samkvæmt nýjustu fréttum sýnist málið vera komið í þann farveg sem félagsmálaráðherra vill beina því í, - að Vinnumálastofnun setji fram tillögur um fyrirkomulag mála.

Svo er bara að sjá hvort útkoman verði enn ein opinbera nefndin sem tekur sér góðan tíma. Þá geta allir beðið rólegir á meðan og setið samningafundi svona tvisvar í mánuði til að komast hjá vandræðum.


mbl.is Samkomulag um undirverktaka Arnarfells
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband